Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 184
180
Dómaskipunin.
[Andvari.
mundi vera innan handar að nefna dæmi þess, að
vel lögfróðir menn, svo sem sjerfræðingar j'firleitt,
sjeu eigi allt af jafnsnjallir til framkvæmda, hvort
heldur dóma eða málflutnings, og þá eigi síður dæmi
hins, að vel viðunanlegum dómurum sje alláfátt um
bóklegan lagafróðleik og kennarahæfileika.
Hjer verður og að geta þess, að roskinn aldur er
að öðru jöfnu að sama skapi kostur á dómara, sem
hann að öðru jöfnu er fremur ókostur á kennara.
Loks kemur þetta frumvarp ekki vel heim við
jafnt innlenda sem útlenda, yngri sem eldri, vidleitni
löggjafans til að skilja milli dórosvalds og umboðs-
valds, jafnvel á öllum stigum, og nægir í því efni
að vitna til miliiþinganefndarinnar frá 1914, sem
vildi aðgreina dómara- og umboðsstörf einnig í hjeraði.
Niðurstaðan verður Iík, sje sameiningin skoðuð frá
sjónarhól Háskólans og lagadeildarinnar. Eptir minni
hyggju og allra kennara í lagadeildinni, meðan jeg
átti þar sæti, þyrfti að fjölga kennslugreinum þar
og auka kennsluna yfirleitt.
Og hvað sem öðru líður, þá mundi sameiningin
að engu leyti bæta úr höfuðbresti Hæstarjettarlaganna,
dijrleika málflutningsins.
Jeg sje fram á það, að kák mundi verða úr hvoru-
tveggja starfinu, dómaranna og lagakennaranna, ef
frumvarpið gengur fram. Og að því vil jeg ekki
styðja, jafnvel þólt launin væru margfölduð. Til
þess er allt of mikið í húfi.
Hin uppástungan, um fækkun dómaranna og skrif-
legan málllutning, er miklu aðgengilegri í sjálfu sjer.
Hún yrði sennilega til þess að gera mönnum hægra