Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 191
Andvarl].
Maonkynbætur.
187
línan alt af svipuð að lögun myndinni, sem hér var
sýnd, — dreifarlínan sem kemur fram þegar mæli-
kvarðinn er markaður á grunnlínuna, lóðrétt lína
(Ióðhnit; á myndinni hér eru sýnd 5) reist í hverju
marki jafnmargar lengdareindir og tala þeirra sem
þvi marki ná, og svo iína dregin um endapunkta
allra lóðhnitanna. Náttúran hneigist að meðalhófinu,
mest er um miðlungana, hæstu og lægstu stigin
fágætust, nokkurn veginn jafnfátt af risum og dverg-
um, gáfuljónum og erkiflónum. Þar sem stigbreytingin
er eins jöfn og myndin sýnir, þá er auðsætt, að alt
af er nokkurt handahóf þegar draga á línuna, t. d.
milli fábjána og annara manna. Ef vér t. d. hefðum
mælikvarða með 100 stigurn og teldum þann, sem
nær 7 stigum eða minna, fábjána, þá yrði sá, sem
nær 8 stigum, litlu betri, en einhverstaðar verður að
setja mörkin, og hafi menn mælikvarðann í huga,
vita þeir hvað þau þýða.
Það hefir auðvitað á öllum öldum verið augljóst,
að munur er á mönnunum ásýndar, og snemma
hafa menn eílaust rekið sig á það, að »allir menn
urðut jafnspakir.« Hitt er ekki jafnljóst af hverju
þessi mannamunur stafar, hvort hann á fremur rót
sína í meðfæddu eðli manna eða lifskjörum og lifn-
aðarháltum, er þeim fylgja. Hvorttveggja starfar alt
af saman. Lífið er stöðug viðskifti við umheiminn,
andsvar við ávarpi. Hvert ávarpið heimtar sitt svarið,
og af svarinu mótast lífveran sjálf. Vöðvar aflrauna-
mannsins þroskasl meira en skrifarans o. s. frv. Nú
er umhverfi tveggja manna alt frá upphafi aldrei
nákvæmlega eins, og fyrir því hefir sumum jafnvel
hugkvæmst, að munur á mönnum stafaði allur af
ólikum kjörum. Þeir hafa hugsað sem svo; »Alt