Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 76
72
Magnús Jónsson.
[Andvari.
undarlegt, þó þeir menn, sem hneigðir voru fyrir
lækningar, heldur hneigðust að henni og að hún í
höndum jafngætins og alhuguls manns og sjera
Magnús var kæmi mörgum að góðu liði.
Sjera Magnús mun hafa lesið mikið um lækningar
og sjerstaklega þessa nýju kenningu áður en hann
fór að gefa sig við þeim, enda áður nokkuð kunn-
ugur lækningum frá föður sinum, sem ura mörg
ár fjekkst við þær eftir gömlu læknisfræðinni og ljet
sjer fátt um finnast þessa nýbreytni sonar sins. Eins
og vænta mátti um svo samvizkusaman og greindan
mann og sjera Magnús var, þá fórust honum lækn-
ingarnar allvel úr hendi, svo vel, að brátt varð hann
svo kunnur læknir, að fólk kom til lækninga til
hans úr fjarlægum bjeruðum og má vel segja, að
hann um skeið hafi verið þjóðkunnur maður. Þegar
jeg, sem þetta rita, sumarið 1909 gegndi læknis-
störfum í Strandasýslu, þá hitti jeg þar ýmsa eldri
menn, sem höfðu sjeð og þekkt afa minn og jafnvel
verið undir læknishendi hjá honum, og mjer er enn
i minni, hvað þeir töluðu hlýlega um hann og báru
mikla virðinga fyrir honum og hans læknislist. Sjera
Magnús var eigi aðeins greindur og athugull rnaður,
sem færði sjer vel í nyl sína eigin reynslu, heldur
las hann og mikið, og stundaði þetta starf sitt með
þeirri alúð og samvizkusemi og áhuga, sem sá einn
gerir, sem ekki hefir auðnast að gera hjartans áhuga-
mál siti að aðalæfistarfi, en sem lífið þó rjettir að
honum síðarmeir.
Urn þessa nýju kenningu urðu auðvitað langar og
snarpar ritdeilur, og urðu allmargir læknar til þess
að mæla henni bót. Sama varð uppi á teningnum hér.
Sjera Magnús starfaði mikið að lækningum og ritaði