Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 75
Andvari].
Magnús Jónsson.
71
hneigður til visindalegrar starfsemi, að hann barðist
í 4 ár fyrir þeirri ósk sinni, að komast utan og
stunda þær greinar, sem honum voru hugðnæmastar,
náttúruvísindi og þá einkum læknisfræði, þrátt fyrir
það, að hann gat tekið prestsvígslu hvenær sem var
og sezt í embætti. En það, sem hann ekki gat
fengið að læra, heimtaði lífið þó af honum og það
er því ekki að undra, þó sú hliðin á æfistarfi hans
bæri sigurinn frá borði. Það var heldur engin nýlunda
í landi, sem verið hafði læknislaust í 900 ár, þó
ólæknislærður maður gæfi sig við lækningum, heldur
beinlínis þjóðarnauðsyn og var það enn um miðja 19.
öldina, því þá voru enn aðeins 7 læknar á öllu
landinu. Bar það og að sama brunni, að hann kynntist
lækningum hjá föður sínum, sem var talinn læknir
góður.
Um þessar mundir var óðum að breiðast út ný
kenning innan læknisfræðinnar, sem af upphafsmanni
sínum, Hahnemann, þýzkum lækni, var nefnd
Iiomöopathia. Grundvallarregla þessarar kenningar
var: líkt læknar líkt (similia similibus curantur) og
ef lyf er rjettilega valið eftir þessari grundvallarreglu,
þá læknar það jafnaðarlega, hvað lítið sem tekið er
inn af því (sbr. smáskamtalæknir). Allri annari
læknisfræði gaf svo Hahnemann nafnið Allopathia,
rangnefni, sem mjög hefir vilt hugi ólæknislærðra
manna, því vitanlega telur lœknisjrœðin allt gott og
gilt, sem vísindalegar tilraunir eða reynsla sýna, að
geti að gagni komið, hvort sem það í strangara
skilningi getur heimfærst undir þessa kenningu eða
ekki. Homöopathian var þannig að ýmsu leyti góð
og' gild læknisfræði. Hinsvegar er hún svo miklu
einfaldari og umfangsminni, að það var ekkert
*5