Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 106
Andvari.
Bókasöfn og þjóðmenning.
Bókasöfnum hefir verið lítill gaumur gefinu af íslend-
ingum hingað til, pótt undarlegt megi virðasl um jafn-
bókhneigða þjóð. Peir, sem nokkuð þckkja til bókasafns-
starfsemi með öðrum þjóðum, munu samdóma um þaö,
að í þessu efni stöndum vér flestum þjóðum áð baki.
Ritgerðir til leiðbeiningar eða hvata í þessu efni eru og
skjótt upptaldar. Jón ritstjóri Ólafsson ritaði árið 1902
grein um smá bókasöfn (i Tímariti Bókmfél.), og veitir
hún góða og skýra leiðbeining um fiokkun og skrásetning
bóka. Dr. Guðmundur prófessor Finnbogason hefir i bók
sinni Lýömenntun (Ak. 1903) ritað kafla um bókasöfn, góða
grein og nytsama. Arnór Sigurjónsson hefir loks birt tíma-
ritsgrein (»Réttur« 1920) í sömu ált, liðlega og íhugunar-
verða, enda sett þar fram ákveðnar tillögur. Og þá er upp
talið. Og þó höfum vér íslendingar lagt Dönum til bóka-
safnsmann (Sigfús Blöndal), sem þeir sjálfir telja einn hinna
fremstu sinna manna á þessu sviði og ritað hefir merkar
greinir og tillögur um þelta mál lianda þeim.
Paö mun því ekki geta talizt að bera i bakkafullan læk
að birta grein þá, er hér fer á eptir; er hún ætluð mönn-
um til íhugunar, meðan þeir eru að átta sig á því, hverja
stefnu eigi að taka upp í bókasafnsmálum hér á landi.
Grein þessi er svo til komin, að mennlakona ein sænsk,
Valfrid Pahngren að nafni, hefir skrifað bók mtð þessari
fyrirsögn. Hún ferðaðist fyrir nokkurum árum um Bánda-
rikin i Norður-Ameríku með styrk af rikissjóði Svía, í þvi
skyni að kynna sér fyrirkomulag bókasafna þar, einkum
kennaraskóla- og alþýðubókasafna. Arangur þessara rann-
sókna varð bók sú, er áður var nefnd, og hefir hún getið
i