Andvari - 01.01.1922, Page 134
130
Bókasöfn og þjóðmenning.
I Andvari
þau að fjárframlögum, enda telja þau hyrningarslein
undir velferð og þrifum landsins. Þess vegna megna
bókasöfnin vestra að inna af höndum sitt stórmikla
starf í þágu menningar og framfara.
Opnar hillnr.
Hér i Norðurálfu tíðkast i nálega öllum vísinda-
legum bókasöfnum að heimila notöndum sjálfum til
frjálsra afnota handbókasafn, sem svo er kallað, þ. e.
orðabækur, alfræðirit og handbækur ýmiss konar. Þetta
tíðkast auðvitað og í ameríkskum bókasöfnum, en
þar er farið miklu lengra. Opnar billur er þar kallað
eigi að eins þetta lag, heldur hitt, að ýmiss konar
bókmenntir af öllu tægi eru til óbundinna afnota
almenningi, svo að hver gelur sjálfur tekið bókina
úr hillunni. Þessu er ekki hagað alslaðar eins. í
slórum söfnum er til þessa hafður sérstakur salur
ineð lágum billum, til hægðarauka lágvöxnum mönn-
um. í þessum hillum er bókunum raðað eflir sama
flokkunarkeríi sem safnið notar ella. Stór og greini-
leg nafnspjöld eru hengd við hillurnar og sýna
almenningi, hvar finna sé hvers kyns bókmenntir,
sem um er að ræða, svo sem sögu, guðfræði, stærð*
fræði o. s. frv. í opnu hiliurnar er selt úrval og
valið af mikilli alúð og við og við bætt inn í bókum
úr höfuðbókasafninu.
í slíkum sal eru þægilegir stólar og borð. Geta
menn þar tekið úr billunum eins margar bækur og
menn vilja og lesið þar eða t. d. valið bækur úr,
tekið þær með sér jnn í útlánsdeildina og fengið
þær léðar heim. t'ví er slikur salur með opnum
hillum jafnan við hliðina á útlánssal, oftast svo, að