Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 137
Andvari].
Bókasöfn og þjóðmenning.
133
að þessu leyti; þess þarf þvert á móti það safn, sem
byrgir bækurnar fyrir almenningi; því er skylt að
sýna rök fyrir öllum þeim ákvæðum, sem hindra
eða takmarka á einkvern hátt notkun bókanna.« Svo
farast einum talsmanni þessarar stefnu orð.
þess þarf ekki að geta, að allar torgætar bækur
og óbætanlegar eru vandlega geymdar vestra og aldrei
hafðar í opnum hillum né teknar fram nema eftir
beiðni. Sama gildir um sjaldgæfar myndir. Það, sem
sker úr þessu, er ekki verð bókarinnar yfirleitt, heldur
það, hversu auðvelt er að fá annað eintak af sömu bók.
Höfuðmótbárurnar gegn opinhilluslefnunni eru tvær,
bókamissir og óhirða og ruglingur, sem komist á
safnið. Bókamissir kemur vitanlega öllum fyrst í hug,
er þeir heyra nefnda þessa stefnu. Atneríkskir bókaverðir
bera það, að töluvert tapist árlega af bókuin með
þessu lagi, en venjulega ódýrar bækur, einkum skáld-
sögur og þess háttar, svo að verð glataðra bóka
samtals nemi ekki miklu, í mesta lagi 200 dollara
eða svo í stærri bókasöfnunum. En þótt eitt stórt safn
t. d. tapi bókum að verði 400—500 dollara á ári, þá
þykir það ekki mikið hjá þeiin kostnaði, sem leiddi
af því, að með öðrum hælti þyrfti að auka manna-
hald safnsins, að ótöldum öðrum annmörkum. Fjár-
hagslega séð er því, þrátt fyrir bókatapið, sparnaður
að opinhillunum.
það hefir komið í Ijós, að þegar beinlínis er um
bókaþjófnað að ræða, þá er hann ekki framinn í
því skyni að selja bækuvnar, með því að það væri
erfitt vegna merkja og stimpla, heldur til eignar.
Helzt reynist svo, að bókaþjófnaður er framinn af
mönnum, sem taldir eru^til menntuðu stéttanna, og
þá oft af áhuga á tilteknu efni. Hjá verkfræðingi
9