Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 79
Andvari].
Magnús Jónsson.
75
Snyrtimaður var sjera Magnús hinn mesti, svo
mikill, að sumum þótti um of, því hann gat varla
komið nærri því, sem óhreinlegl var eða viðbjóðslegt,
og var ekki trútt um, að gárungarnir hentu gaman
að honnm fyrir þennan eiginlegleika, sem honum
raunar var ósjálfráður, vegna þess, að hann átti rót
sína í náttúrufari hans. En á hinn bóginn hafði
þessi eiginlegleiki mikil áhrif á heimilið, sem var
fyrirmynd að snoturleik, kurteisi og fáguðum siðum,
enda var kona hans honum samtaka í öllu, er að
þessu laut, því hún var liin mesta þrifnaðar og bú-
sj'siukona. í þessu tillili bafði sjera Magnús mikla
þjTðingu, nefnilega að fegra og fága siðu manna og
heimilisháttu.
Það sýnir l>ezt, hvað kunnur sjera Magnús var
fyrir lærdóm sinn og prúðmennsku, að þegar enski
lávarðurinn Ralph Milbank kom hingað til vetrar-
setu, þá var honum, að líkindum af Jóni Árna-
syni, bent á sjera Magnús og fór hann landveg úr
Reykjavík norður að Grenjaðarstað og var þar um
veturinn 1862—63 og lærði íslenzku og ýmsar ís-
lenzkar hannyrðir, svo sem að prjóna og vefa.
Heimilisstjórn alla eptirljet hann sem mest hann
gat konu sinni og öðrum, enda var Þórvör kona
hans hin mesta myndarkona, fríð sýnum og höfðing-
leg, glaðlynd og viðteldin. Varð þeim og vel til
vinnuhjúa og búnaðist vel.
»Sem prestur«, segir sjera Magnús Jónsson í Lauf-
ási, »var sjera Magnús að mínu áliti að visu enginn
ræðuskörungur og ekki sjerlega mælskur, en orð
það, er hann flutti, var áferðargott, því var snotur-
lega og smekklega fyrirkomið j'firhöfuð og á ræðum
hans var gott mál, enda ritaði hann hreint, lipurt