Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 118
114
Bókasöfn og þjóðmenning.
[Andvari.
En samt sem áður halda amerikskir hókasafns-
menn því fram, að bókasöfn þeirra séu að eins í
frumspori þess þroska, sem framtíðin muni leiða
bókasöfn þeirra til.
Bókasatnshúsin og tilliögun þeirra.
Einn af fremstu bókasafnamönnum vestan hafs,
forstöðumaðurinn fyrir hinu mikla og veglega þing-
bókasafni í Washington, Herbert Putnam, lét þau
orð falla eitt sinn, að mesta synd, sem almenningur
gæti framið gagnvart bókasöfnum, væri að láta þau
ónotuð. í þessum ummælum liggur í rauninni lykill-
inn að viðleitni þeirri, sem Jýsir sér í bókasöfnum
vestra, að gera gestunum dvöl sína í söfnunum sem
þægilegasla, svo að þeim þyki gott að vera þar og
séu fúsir að leita þangað. Bæði ytri og inni úlbún-
aður safnanna og tilhögun öll miðar að þessu sama,
að laða menn að.
Pað er vitaskuld, að í landi, þar sem svo mörg
bókasöfn eru sem í Ameríku, séu ytri umbúðir mjög
misjafnar. En eitt er sameiginlegt með þeim öllum,
frá því minnsla, sem varðveitt er í leiguteknu her-
bergi, til hins stærsta, þingbókasafnsins í Washington,
sem hefir að geyma 21/* millj. binda, og það er það,
að þau keppa öll að því að fá þá tilhögun hið ytra
og innra, er svari til hlutverks þess, að vera þunga-
miðja andlegs lífs á hverjum slað sem eru. Fyrst og
fremst er safninu valinn haganlegur staður, miðað
við nolendur, og svo mikið er jafnan haft við bóka-
söfn í Ameríku, að fegurstu og beztu staðir bæjanna
eru ællaðir undir bókasöfn, gagnstælt því sem í
Norðurálfu eru beztu staðirnir ætlaðir leikhúsum og
samkomuhúsum. í sömu átt hnígur það, að bóka-