Andvari - 01.01.1886, Side 8
II
skoðað, hvernig hrein mannúð og guðsríki hafa unnið í
samvinnu hvort í annars parfir að framförum hinnar
íslenzku pjóðar, og hvernig aldarhátturinn par af leið-
andi hefir tekið mannúðlegri og frjálslegri stefnu en áð-
ur, pá ætti síra Halldór vissulega að vera telcinn sem
eitthvert hið elskuverðasta dæmi upp á pá framfarastefnu,
dæmi upp á það, hvernig sönn mannúð á að standa í
pjónustu guðsríkis.
Æfisaga síra Halldórs er elcki í neinum molum;
hún er samkynja frá upphafi, ein samfelld framsókn á
kristilegum framfaravegi, sílifandi viðleitni að >feta í
fótspor Krists», hins guðdómlega höfundar sannrar
mannúðar og guðsríkis. Hin yngri ár síra Halldórs voru
rólegur en einbeittur og starfsamur undirbúningur undir
framkvæmdir fullorðinsáranna; fullorðinsárin árvökur og
framkvæmdarsöm starfsemi í öllu pví, er verkahringur
hans náði til, með vaxandi pekkingu, preki og reynslu;
og ellin kjarkmikið áframhald af peitn, prýdd með peim
ávöxtum, sem líf hins sannkristna mannvinar ætíð hlýt-
ur, nfi. sálarfrið hins friðpægða guðsbarns, og elsku og
virðingu allra góðra inanna.
Fullorðinsárin eru ætíð að meiru eða minna leyti
eðlilegur ávöxtur æskuáranna, en á æskuárunum skapast
maðurinn mikið af ytri áhrifum, og lífseinkunn hans og
andastefna fer pá ekki minnst eptir pví, hvaða menn
liann býr sarnan við á peim árum, og hvaða andi ríkir
í kring um hann. »Hvað ungur nemur, gamall temur»,
segir reynslan. Auðvitað er, að meðfætt eðlisfar mannsins á
mikinn pátt í að skapa lífseinkunn hans, og pað pví meiri,
sem pað er mikilfenglegra. |>ví betra sem eðlisfarið er, og
pví betri aðhlynningu sem pað fær utan að, pví fullkomn-
ari og betri verður maðurinn. Síra Iíalldór hafði hvort-
tveggja hlotið. Eðlisfarið var viðkvæmt og blítt, en pó
fjörugt og dugmikið. J>að var eins og skapað fyrir kær-
leika, guðrækni og starfsemi. Og aðhlynningin var góð.
Eorsjónin lagði æskuveg lians gegn um hendur og heim-