Andvari - 01.01.1886, Page 23
XVII
komendur frelsishetjanna góðu, vorra frægu forfeðra, með
þyí að gera allt, sem 1 voru valdi stendur, til að glæða
meðal vor góðan pjóðaranda og kröptugt pjóðlíf, sem
eigi rót sína í hinum góða grundvelli trúariunar og
guðsóttans......Sjerhver hafi. pað jafnan hugfast, að
hann er verkamaður guðs og föðurlandsins, og hræðist að
vinna sviksamlega verk guðs og föðurlandsins« (fjóðhá-
tíðarræða síra Halldórs).
J>essi orð voru ekki tóm orð hjá síra Halldóri; pau
voru að eins líf hans í orðum, eins og pað talaði til
allra, sem kynntust honum. Verðugur afkomandi frelsis-
hetjanna góðu á hinum góða grundvelli trúarinnar og
guðsóttans, trúr og dyggur verkamaður guðs og föður-
landsins reyndist hann sannarlega alla æfi, og liann
gleymdi ekki, hvað átti að vera í fyrirrúmi. >Látum
ekki umhyggjuna fyrir voru jarðneska föðurlandi koma
oss til að vanrækja að leita pess sem fyrir ofan er ....
pví ef drottinn byggir ekki liúsið, eriiða smiðirnir til
einskis; ef drottinn vaktar ekki staðinn, vaka verðirnir
til ónýtis«, sagði hann í sama sinn, með mörgu öðru í
pá átt; og sjálfur vakti haun í drottins nafni yfirfram-
förum guðsríkis og fósturjarðarinnar í sínum verkaliring,
og pá var hann umfram allt annað drottins pjónn.
Prestsembættið var jafnan í fyrirrúmi fyrir öllu öðru
hjá honum. Hann skildi vel prestsstöðuna og hafði ein-
lægan áhuga á, að upp fylla andlegar pariit safnaðar
síns. Sem prjedikari fann hann, að skylda hans var
ekki sú, að prjedika eitthvert guðsorð fyrir söfnuði sín-
um, heldur sú, að fiytja lionum hið bezta guðsorð, sem
hann gæti, með stöðugu tilliti til tímanna og ástands
safnaðarins. Hann var vel að sjer í guðfræði, og hafði
nákvæmt gát á högum og liugsunarhætti safnaðarins,
svo að liann gæti fundið orðinu sem greiðastan veg til
hjartnanna. Og liann fann líka pann veg, pví að söfn-
uði hans pótti ræður hans afbragð, og menn kepptust
Audvari XLl. b