Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 30
XXIV
og kynnti sjer með slíkum áhuga og alvöru mál hans,
sem honum væri pað sjálfum eins áríðandi eins og hin-
um. Og pegar hann póttist vera búinn að gera sjer
nægilega kunnar ástæður haris, sá hann par venjulega
marga vegi, sem hinn sá engan. Menn hafa jafnvel
sagt, að það hafi verið mesta skemmtun að heyra þá,
hversu margt hann fann til úrræða og hversu fljótt eitt
ráðið rak annað, uns það var fundið, er háðum fjell
bezt. fess vegna fjekk hann að maklegleikum það al-
menningsorð á sig, að liann væri hinn glöggsýnasti og
hugheilasti maður í ráðum; enda var það furða mikil,
hversu mörg mál voru borin undir hans ráð úr öllum
áttum, og það stundum ótrúlega smásmugleg. En
hvernig sem þau mál voru löguð, gaf hann ráð sín með
sömu alúð, hvort sem ræða var um almenn mál eða
einstakra manna.
En hann ljet eigi að eins leita sín, heldur leitaði
hann eigi síður annara, og var hinn öflugasti hvatamað-
ur að öllu því, er til framfara horfði, og var þá ætíð
mjög glöggskyggn á það, sem miðaði til verulegs gagns.
þannig kom hann á fót lestrarfjelagi í Vopnafirði 1851, og
hefir það staðið allt til þessa og haft menntandi áhrif á fje-
lagsmenn, og á talsvert af bókum. |>á kom hann og
á fót jarðabótafjelagi ísameiningu við Meilbye verzlunar-
stjóra á Vopnafirði, og þreifst það furðuvel og gerði
mikið gagn (sjá skýrslu um aðgjörðir þess 1854 í "Norðra»
III., 13. og 14. tölubl.). Gekk síra Halldór þar sem
annarstaðar á undan öðrum. Ljet hann meðal annars
hlaða túngarð kring um allt Hofstún og 2 útitún, sljetta
talsvert 1 túninu, stunda jarðeplarækt, grafa upp svörð
til eldsneytis o. s. frv. Ýmsir hinir ötulari bændur
fetuðu trúlega í fótspor hans, og bera sum heimili enn
menjar þess fjelags og munu lengi bera. Tók fjelagið
góðum framförum, uns harðindin 1859 og svo 1863 —
69 kipptu úr því vexti, svo að það leið að kalla mátti
undir lok, þó að hinir helztu menn hjeldu jarðabót-