Andvari - 01.01.1886, Síða 31
XXV
UDum nokkuð fram, eptir pví sem færi gafst. En ekki
stóð lengi svo. Síra Halldór endurreisti pað með pví
að koma á fót samvinnu- og búnaðarfjelagi, sem skyldi
halda áfram störfum jarðabótafjelagsins, en einnig
efla fleiri greinir búnaðarins; stóð pað fjelag pegar
hann dó.
Jafnframt pessum framfarastörfum gerði hann sjer
mikið far um, að glæða mannúðlegan og menntagjarnan
hugsunarhátt í sveitarfjelaginu ; hvatti hann mjög hina
yngri menn að leita sjer menntunar og studdi pá opt
með örlæti miklu. J>annig kostaði hann að miklu leyti
til skólanáms J. D. Meilbye, son Meilbyes verzlunar-
stjóra, er dó fátækur. J. D. Meilbye var hinn gáfaðasti
og bezti maður, en dó á liáskólanum. J>ó höfðu fátækir
frændur hans mest að segja af pess konar styrk frá hon-
um. pess hefir fyr verið minnzt, að hann tók systrung
sinn Jakob Benediktsson 1840; síðan styrkti hann hann
til skólanáms; hann varð síðan prestur á Hjaltastað og
síðar á Miklabæ í Blönduhlíð. J»egar Jón prófastur
bróðir hans í Steinnesi dó, tók hann Steingrím son hans
(1863) og launaði pannig háskólastyrkinn; og pegar
forlákur prestur á Undirfelli, mágur hans, dó, tók hann
Arnór son lians (1873). Báða kostaði liann til skóla-
náms. Steingrímur varð prestur í Garpsdal, en Arnór
á Hesti. Auk pess veitti hann ættingjum sínum marg-
víslegan styrk á annan hátt. pegar Gunnlaugur Odd-
sen, mágur hans, drukknaði 1876, fátækur, tók hann
börn hans öll 5; 2 hin elztu ól hann upp; hin 3 voru
hjá honum meira og minna. Af Stefáni bróðursínum, fátæk-
um, tók hann og barn 1877. pettt er nóg til að sýna,
hversu vakandi auga hinn mikli öðlingur hafði á högum
ættingja sinna.
Margra manna lífi er svo varið, pó að mikilmenni sje,
að ekki má líta á nema eina eða tvær hliðar í lífi. peirra,
ef ekki á að sjást einhver veila eða galli. Jpeir kunna
að skara fram úr í einhverju einstöku, en svo bregður