Andvari - 01.01.1886, Síða 32
XXYI
fyrir skugga, ef litið er annarstaðar á. J>ó eru peir
menn til, sem vjer virðum og elskum því meira, sem
vjer verðum peim kunnugri og þekkjum betur hjartalag
peirra og hugsunarhátt, daglegt líf peirra og heimilis-
líf. Einn af slíkum mönnum var síra Halldór. Hann
var einn af peim fáu mönnum, sem menn undrast og
dást að með lotningu, og engir dást meir að honum en
peir, sem liorfðu á daglega framgöngu hans, horfðu á
hina elskuverðu samkvæmni í lífi hans í hinu smærsta
sem liinu stærsta. |>að var sönn og saklaus gleði fólgin
í pví, að virða fyrir sjer, hversu hann vakti jafnvel yfir
hverju orði og atviki í framgöngu sinni, hversu hið
kristilega trúarlíf hafði gagntekið hann. |>að leyndi
sjer ekki, að kristileg guðrækni og kærleiksrík mannúð
hjeldu höndum saman í lijarta lians og leiddust paðan
út í lífið. Dagfarið varð pví blíðlegt, hógvært og stilli-
legt, en pó einarðlegt og alvarlegt. |>að er ekki gott að
segja, hvað varí fyrirrúmi; pó virtist pað vera hógvær
alvara, en sú alvara var svo blönduð ljúfmannlegri glað-
værð, að maður fann aldrei ópægilega til hennar, og
hann liafði miklu fremur fágætt lag á, að láta alla vera
glaða í kring um sig. þ>að var eins og alvara hans væri
allt af til í að vera hýr og glöð. Og af pví að guð-
ræknin og mannúðin skinu daglega í þessum kostum
eins og sílifandi ijós í djúpi hjartans, og drógu hinn
síðasta blæ yfir framgönguna, varð dagfarið veglegt og
pó látlaust, eins og kristnum höfðingja sæmdi. Hann
var að vísu bráðlyndur og skapmikill, en hafði svo að-
dáanlega stjórn á geði sínu, að pess varð sjaldan vart.
Ef honum rann í skap, sást pað venjulega ekki á öðru
en pví, að hann varð snöggari í máli og augun og
svipurinn nokkuð hvatlegri en ella. Ekki voru illyrðin1.
1) Eitt sinn reið hann út í Vopnafjarðarkaupstað með bónda
úr sveitinni. pegar þeir komu til næsta bæjar, sá prófastur,
livar sonur bóndans þar reið reiðhesti hans einum á eptir ám,