Andvari - 01.01.1886, Side 34
XXVIII
setning guðsorðs átti heima í hjarta hans: »Vertu
glaður á hinum góðu dögum, og á hinum vondu, pá
hugleið pú petta: Guð heíir gert pennan sem hinnc.
(Prjed. 7, 14). fað varð venjulega enginn var við pað,
pó að hann ætti við eitthvað eríitt að stríða. Hann var
of veglyndur til að kvarta. Áhyggjur pær, sem bú-
skapur og fjármál hlutu að valda honum öðru hvoru, svo
umsvifamikill sem verkahringur hans var, bar hann með
sinni venjulegu ró og stillingu, og hlífði ástvinum sín-
um og öðrum svo við peim, sem hann gat; pví að hann
vildi helzt sjá glaðværð og ánægju allt í kring um sig.
|>ó að hann vissi af einhverjum pyrni, reyndi hann til
að fela hann fyrir öðrum, og var optast búinn að upp-
ræta hann áður en aðrir vissu að hann hafði verið til,
og pessi föðurlega nærgætni jók ekki lítið elsku manna
á honum. — Aldrei var hann pó elskuverðari en pegar
mest reyndi á. Hann var jafnt vaxinn gleði og sorg,
og kunni að bera kristilega hinn pyngsta harm ; og
hann fjekk líka harm að reyna. Hann missti konu sína,
Gunnpórunni, 12. ágúst 1856, 3 vikum eptir barnsburð,
frá 8 börnum ungum* 1 2 3 4 5 6 7 8. Hið elzta var 11 ára. Hún
1) pau áttu 10; hið fyrsta fæddist andvaDa; annað dó ungt;
hin voru þessi:
1. pórunn Elízabet, fædd 8. júlí 1845, gipt J. P. H. Gudjohn-
sen, verzlunarstjóra.
2. Gunnlangur Jón Ólafur, f. 3. okt. 1848, nú prestur á
Breiðabólstað í Vesturhópi.
3. Jón Gunnlaugur, f. 1. nóv. 1849, nú prestur á Skeggja-
stöðum.
4. Lárus Halldór, f. lO.jan. 1851, nú prestur utanþjóðkirkju-
manna í Reyðarfirði.
5. Guðrún Ingibjörg ítagnheiður, f. 24. okt. 1852, dó 25.
sept. 1868.
6. porsteinn Jósef, f. 30. jan. 1854, nú prestur í Mjóafirði.
7. ólafur porsteiim, f. 15. maí 1855, nú aðstoðarmaður i
hinni íslenzku stjórnardeild í Kaupmannahöfn.
8. Gunnpórunn Ingibjörg Ragnheiður, f, 21. júlí 1856, gipt
Ólafi Gunnlaugssyni Oddsen, systkinabarni sínu.