Andvari - 01.01.1886, Page 35
XXIX
hafði verið peim hin bezta móðir, röggsöm og fram-
kvæmdarsöm húsmóðir, og manni sínum hin elskuvcrð-
asta kona og samhend honum í hinni mikln rausn, er
sífellt einkenndi heimili hans. Varð honum býsna pungt
um missinn ; en ekki raskaðist hin kristilega rósemi
hans, þó að tárin segðu til tilflnninga hjartans. Gísli
læknir Hjálmarsson var yfir henni, pegar hún dó. |>eg-
ar hann kom pá frá Hofi, hafði hann þessi orð um síra
Halldór við síra Jakob á Hjaltastað, og gat pá sjálfur
ekki tára bundizt: »Jeg hefi aldrei sjeð neitt eins guð-
dómlegt, eins og að sjá síra Halldór með liarm sinn,
pegar kona hans hafði gefið upp öndina; — og að heyra
hann pá hugga barnið sitt, sem hjá honum var, — svo
gagntakandi og yndisleg orð hefi jeg eigi heyrt af nokk-
urs manns vörum*. — J>að er líka sannast að segja, að
maðurinn er aldrei líkari skapara sínum, en pegar hann
líður kristilega.
Að 3 árum liðnum kvæntist hann aptur og gekk
að eiga Valgerði, dóttur Ólafs Hinsens kammerráðs, er
hann hafði forðum verið skriíari hjá. J>að vav 23. ág.
1859. Hún var fædd 16. marz 1833, alla æfi alin upp
í Eeykjavík, en átti nú að taka að sjer Hofsbú allt og
ganga 8 börnumímóður stað, og var að eins 26 ára; —
pað var alvarlegt og vandamikið fótmál. En ábuginn
var lifandi, viljinn einlægur, hjartað viðkvæmt og gott,
og tryggðin ópreytandi; og svo hlaut hún að verða sigur-
sæl. Hin sama rausn og höfðingsskapur hjelt áfram og
fór allt af fremur vaxandi. Börn áttu pau ekki, nema
1 son, er fæddist andvana 9. júní 1861; en pau voru
samt eigi barnlaus, pví að pau tóku, sem fyr er sagt,
eigi færri en 10 fátæklingabörn til fósturs, og eins og
hann var peim umhyggjusamur faðir, eins var lmn peim
hin blíðasta móðir. En pessum kærleiksverkum fylgdu
raunir. Elest fósturbörnin dóu hjá peim eptir lengri
eða skemmri tíma, áður en pau náðu fullorðinsaldri, og
varð peim pað að harmi. J>ó gekk honum pað næst