Andvari - 01.01.1886, Page 40
XXXIV
lega 1800 lcr., eða fullum helmingi meira en minnis-
varðinn kostaði.
|>egar síra Jón Bjarnason dregur saman lýsingu
sína í líkræðu sinni, segir hann: »Ef mjer, sem ná-
lega eingöngu peklcti hinn framliðna öldung gegn um
aðra menn, hefir skilizt rjett, pá hafa fegurstu blóm
hins forna og hins nýja tíma þjóðarsögu vorrar, liöfð-
ingsskapurinn og mannúðin, runnið saman í eitt í lífi
hans; hinn göfugi og drenglundaði höfðingsskapur, sem
óneitanlega var eitthvert helzta hrós hinna horfnu kyn-
slóða vorra, og liin kristilega mannúð, sem menntastefna
pessa tima hefir fremur öllu öðru sjer til ágætis*. pað
má draga pessi orð meira saman: líf síra Halldórs
var eitt af hinum fegurstu dæmum upp á
mannúðina í pjónustu guðsríkis.
Endurminning mannsins er hinn sannasti og bezti
minnisvarði hans. Meðan peir lifa, sem kynntust síra
Halldóri sjálfum, blessa peir minningu hans með pakk-
látum hug og kenna börnum sínum að blessa hana.
Meðan kirkjusaga íslands verður rituð, verður hans
minnzt sem eins hins veglyndasta og kristilegasta klerks,
er ísland liefir borið. Meðan frelsissaga íslands minn-
ist á árið 1851, mun hún halda uppi ættjarðarást
hans og samvizkusemi, til fyrirmyndar fyrir aldna og
óborna.
Stjórnin viðurkenndi verðleika hans pegar stundir
liðu með pví að gera hann að riddara af »dannebroge«
29. júní 1866, og dannebrogsmanni 24. maí 1877.
Sjálfur lieíir hann ritað kjarnann úr peirri kenningu,
er líf hans flutti samtíðarmönnum lians alla æfi, með
pessum orðum :
„Sjerhver haji pað jafnan hugfast, að hann
er verkamaður guðs og föðurlandsins, og
hræðist að vinna sviksamlega verk guðs og
föðurlandsins11.