Andvari - 01.01.1886, Síða 42
2
um, og stendur skör liærra enn í dag. Fjöldinn af
þjöðinni hugsar ekki um annað en kvikfjárræktina frá því
á vorin pangað til á kaustin, en þann tíma er einmitt
líklegt, að fiskiveiðarnar mundu borga sig bezt, eptir því
semveðráttufar eráíslandi. paðmánæstum því svo að
orði kveða, að við liöfum fiskiveiðarnar bara í hjáverk-
um, nema þá ef til vill í oinstaka sveit, svo sem tvo
eða þrjá mánuði af árinu.
fað er því ekki furða, þó á ýmsu hafi leikið með
arðinn af þeim. fað er því ekki furða, þó þjóðspekin
hafi skapað málsháttinn : Svipul ej- sjóvoiði.
I3ví er miður, að við höfum litla reynslu fyrir því,
að fiskivoiðarnar hafi verið eða sjeu óuppausanlegur
auðlegðarbrunnur fyrir landið; en því getur enginn neit-
að, að við höfum reynslu fyrir, að þær geti verið það.
l3að er ekki hægt að telja saman, kvílík ógrynni auð-
æfa útlendingar hafa sótt í sjóinn kring um ísland frá
því á 15. öld, en það hlýtur að nema mörgum þúsund-
um miljóna króna, enda hafa allar sjósóknaþjóðir keppzt
um að sækja gull í greipar okkur. Frakkar, Englend-
ingar, Þjóðverjar, Hollendingar, Belgir, Norðmenn, Dan-
ir, Svíar og Færeyingar hafa haft Islandshaf fyrir fje-
þúfu, og nú eru jafnvel Vesturheimsmenn farnir að venja
komur sínar til okkar. Við höfum sjálíir ekkert aflað í
samanburði við þonnan aragrúa af útlendingum, þó
skömm sje frá að segja.
Það þarf keldur ekki að leita langt fram í sögu
landsins til að komast að raun um það, að opt hefir
gengið skrykkjótt með kvikfjárræktina og fiskiveiðarnar
hjá okkur. Við höfurn með öðrum orðum opt verið á
heljarþröminni. Hver fjárfækkunin hefir dunið yfir eptir
aðra, og hvert fiskileysisárið eptir annað. Náttúran
hefir að nokkru leyti verið völd að þessu, en við sjálfir
að nokkru leyti, því við höfum annaðhvort ekki þekkt
eðli lands vors nógu vol, eða þá ekki haft atorku nje
efni til að synda fyrir skerin.