Andvari - 01.01.1886, Síða 43
3
En nú er þetta dðum að lagast. Eptir því, sem
út lítur, eru bæði þekking og atorka að fara í vöxt hjá
okkur, enda ber fróðum mönnum saman um, að mun-
ur sje á bögum landsbúa nú eða t. d. snemma á þess-
ari öld1. fví er ver, að margt gengur á trjefótum bjá
okkur enn þá, en það er ómögulegt að laga allt í hend-
ingskasti, og það er varla við þvíað búast, að framfar-
irnar sjeu meiri í sumum greinum cn þær cru. Sumir
segja að vísu, að talsvert af þessum framförum sje vind-
ur, og má vera að nokkuð sje til í því; en það er þó
ómögulegt að neita því, að mörgu hefir verið kippt í
liðinn í seinni tíð, og möigu er verið að kippa í liðinn.
Það eru reyndar fæst af þessum meiðslum, sem allur
verkur er liðinn úr enn þá, en það er líka svo stutt
síðan læknarnir fjölluðu um þau. ]jað er vonandi, að
þau batni alveg með tímanum.
Nei, framfarirnar eru ekki svo litlar, einkum að því
sem snertir búnaðinn eða kvikfjárræktina. Jeg skal taka til
dæmi. Frá 1770—1816 fara að eins sögur af tveimur ís-
lendingum,sem lögðu sjerstaklega stund á búfræði erlendis,
IJórði líóroddssyni (Th. Thoroddi) og Magnúsi Jónssyni.
Árið 1816 sigldi Jón Þorláksson Kjærnested, og eptir það
fóru menn að smátínast til útlanda, til að frama sig í
búnaði. Nú eigum við jeg veit ekki hvað marga siglda
búfræðinga; jeg veit bara að þeir eru margir. Og þó
þeir risti kann ske ekki allir djúpt í búfræðinni, þá má
þó telja víst, að margir þeirra sjeu vel að sjer, enda
betra að veifa röngu trje en öngvu. Áuk þess höfura við
fengið 3 búnaðarskóla, og þingið veitir svo og svo mikið
fje árlega til að styðja að framförum í búnaði. Petta
er mjög gleðilegt fyrir alla, sem vilja framförum lands-
ins vel, því kvikfjárræktin hefir verið, er og verður allt
af annar aðalatvinuuvegur okkar.
1) Sbr. t. a. m. sjera Arnljót Ólafsson í NorðlJagi IV. 55 og'
áfram.
1*