Andvari - 01.01.1886, Side 44
4
En hvað líður hinum aðalatvinnuveg okkar, fiski-
veiðunum? Eru þær á eins miklu framfaraskeiði og
búnaðurinn? Er eins mikið hlynnt að þeim frá hálfu
þings og stjórnar? Er eins mikill og eins jafn ábugi á
að bæta þær eins og búskapinn?
|>ví er miður, að ekki er mögulegt að játa þessum
spurningum. Að vísu eru fiskiveiðarnar á framfarastigi,
en þær fara hægt, miklu hægra en búnaðurinn. fær
síga bara áfram. ]Mng og stjórn bafa svo að segja ekk-
ert gert til að styðja að verulegum framförum í þeim,
í mörg herrans ár, og alþýða manna hefir reyndar nokk-
urn áhuga á að bæta þær, en ótrúlega lítinn.
Ótrúlega lítinn, því margir lifa þó eingöngu á fiski-
veiðunum, eða svo að segja, ogþeim ætti að vera alveg
eins hugað um þær og sveitabændunum um búskapinn;
en það ekki því að heilsa. Og þó eru fiskiveiðarnar
annar aðalatvinnuvegur landsins, þó geta þær tekið
miklu meiri framförum eptir eðli landsins, og þó eru
þær óuppausanlegur auðlegðarbrunnur fyrir landið, ef þær
eru almennilega stundaðar.
pað má segja með sanni, að hafið kring um ísland
sje óuppausanlegur auðlegðarbrunnur. I5að hefir verið
talið svo til, að fiskimiðin kring um ísland væru 1000
ferh. mílur að stærð, en fiskifróðir menn segja, að þau
muni vera miklu stærri1. Það er óhugsandi, hvílík ó-
grynni auðæfa, hve margra miljóna króna virði liggja á
mararbotni á þessu fiæmi. I?að er enginn samjöfnuður
á því, hve mikið ísland og hafið í kring um ísland geta
gefið af sjer.
Hvað gerum við íslendingar nú til að færa okkur
þessi auðæfi í nyt? Við sendum árlega 3000—3500
báta og 60—70 þilskip út af örkinni; en helmingurinn
af bátunum eru minni en fjögramannaför, og það er
1) A. Fcddersen í Fiskeritidende 1884, bls. 394.