Andvari - 01.01.1886, Side 45
5
bara seinustu árin, eða því sem næst, að þilskip hafa
lagt út á djúpið frá voru landi íslandi.
Svona hefir það gengið frá aldaöðli, og svona geng-
ur það enn í dag.
Ef maður rennir augunum yfir fiskiveiðasögu Is-
lands1, dylst það ekki, að fiskiveiðarnar hafa brugðizt
miklu optar fyrir landsbúum en útlendingum þeim,sem
hafa sátt okkur heim. þ>að hlýtur að vera einhver or-
sök til þess, eins og alls annars.
Nú er tvennt, som getur gert mestan mun á afla
á sömu fiskistöðvum: fiskimennirnir sjálfir; og útvegur-
inn, skip og veiðarfæri.
J>að er engin ástæða til að skella skuldinni á fiski-
mennina beinlínis, því það ber öllum saman um, að ís-
lendingar sjeu engu ragari nje ó-ötulli til sjósóknar en
sjómenn annara þjóða. Því fer svo fjarri, að útlend-
ingar eru alveg hissa á, hve þeir eru þolnir og þrek-
miklir, og telja þá einna bezta sjómenn í heimi að
því leyti.
Þá kemur útvegurinn til greina, og þarf ekki lang-
an samanburð á útvegi Islendinga og útlendinga til að
komast að raun um, að honum er að kenna um afla-
muninn. Nú er munurinn á útvegi íslendinga og út-
lendinga einkum fólginn í því, að íslendingar hafa sótt
sjó á smábátum, en útlendingar á þilskipum; svo það
virðist þá vera mergurinn málsins og aðalástæðan til
þess, að útlendingar hafa að jafnaði aflað meira ogjafn-
ara við ísland en landsbúar sjálfir.
J>að er eins og þetta sje ekki vel Ijóst fyrir íslend-
ingum, eða að minnsta kosti hafa þeir ekki kostað kapps
um að keppa við útlendinginn. Peir hafa horft á Flandra,
1) Við eigum, því miður, enga almennilega fiskiveiðasögU’
Sjera þorkell Bjarnason hefir reyndar ritað dálítið ágrip aí'
henni í Tímariti Bókmenntafjelagsins 1883, og er það nokkur
bót í máli.