Andvari - 01.01.1886, Side 47
7
ið þessu merkismáli fram, og brýnt það fyrir mönnum;
og heflr Edilon skipstjóri Grímsson gengið bezt fram í
því. fað má þó heita svo, að málið sje órætt enn þá.
Jeg hef fitjað upp á þessari ritgjörð í því skini, að
stuðla að því, að þetta merkismál verði skýrara fyrir
löndum mínum ; en nú er málið svo yfirgripsmikið, ef
ætti að þræða það út í æsar, að það mundi þurfa miklu
lengri ritgjörð um það en þessi má vera. Jeg ætla því
að eins að bera þiskip saman við báta frá sem flestum
hliðum, og skýra frá því, hvernig þilskipaveiðar liafa
reynzt við ísland í samanburði við bátavoiðar, eptir því
sem næst verður komizt, eptir því sem hægt er að ráða
af innlendum og úllendum ritum.
II.
|>að hefir lengi verið almæli á íslandi, að fiski-
göngurnar væri hulinn leyndardómur, sem enginn gæti
botnað í, enda hefir það verið svo til skamms tíma; en
þekkingin á þeim hefir tekið miklum stakkaskiptum í
seinni tíð. Öllum greinum náttúrufræðinnar hefir fleygt
fram, og fiskifræðinni líka. Reynslan hefir reyndar allt
af konnt fiskimönnunum nokkuð, hvernig fiskitegundir
höguðu göngum sínum; en það er ekki fyr en hin síð-
ari árin, að menn hafa sjeð, hve mikið gagn vísindin
geta gert sjómönnunum. Allar sjómannaþjóðir hafa líka
kostað kapps um, að gera út náttúrufróða menn, til að
rannsaka eðli fiskanna, því það segir sig sjálft, að eptir
því eiga fiskimennirnir hægra með að veiða fiskinn, sem
þeir þekkja betur líf hans og eðli. Sumir hafa rann-
sakað hafið hátt og lágt, mælt dýptina og komizt þann-
ig að raun um ójöfnur þær, sem eru á mararbotni, engu
síður en á yfirborði jarðarinnar. |>eir hafa rannsakað
efnin í botninum, og smádýra- og jurtalífið þar niðri.
Þeir hafa grennslazt eptir straumunum, birtunni og hit-
anum á þessu og þessu dýpi, og jeg veit ekki hvað og
hvað. Sumir hafa aptur kynnt sjer heimilishagi fiski-