Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 48
8
tegundanna, ef svo rná segja. feir hafa grafizt eptir,
livað hver tegund hefir sjer til matar, eptir getnaði og
þroska gotunnar, eptir fæðingu og vaxtarskeiði afkvæm-
anna, eptir ferðum fiskanna og heimilum. þetta stend-
ur allt í sambandi við hið fyrra, svo það liggur í aug-
um uppi, að öll rannsókn á hafinu hlýtur að vera til
stórgagns fyrir fiskiveiðarnar. Fiskigöngurnar eru því
óðum að skýrast, og sumstaðar hafa menn fundið fast
lögmál fyrir þeim, eins og svo mörgum öðrum náttúruvið-
burðum.
Mjer vitanlega hafa íslendingar ekkert gert í þessa
átt, nema nokkrir hákarlaformenn mældu dýptina á ör-
fáum stöðum fyrir norðan land um árið1, og er slíkt
góðra gjalda vert. Er óskandi, að meira væri gert af
þess háttar rannsóknum. Aptur hafa útlendingar rann-
rakað talsvert strauma og sjávardýpt kring um landið,
og er það bót í máli. Flandrar hafa líka fest djúphita-
mæla við færi sín, og komizt þannig að raun um, á
hverju hitastigi þorskurinn heldur helzt til ýmsum meg-
inn við landið. Auk þess er ýmislegt að græða af
skýrslum þeirra; en það er allt á sundrungu, svo niður-
staðan verður sú, að íiskigöngurnar og fiskalífið kring
um ísland er óljósara en víðast hvar annarstaðar. Af
því leiðir aptur, að okkur er ómögulegt að haga fiski-
veiðum okkar að svo komnu þannig, að vissa sje fyrir,
að hafa eins mikið upp úr þeim og mögulegt er eptir
fiskimergð og eðli fiskitegundanna. Við höfum bara lík-
indi við að styðjast, og er það þó betra en ekkert.
Förunum þarf alveg að haga eptir fiskigöngunum.
Ef reynsla er fyrir því, að fiskurinn gangi stöðugt á
grunnmið og hafist þar við stöðugt svo og svo lengi,
þá er náttúrlega sjálfsagt að veiða af smábátum, því
bæði eru þilskip miklu dýrari í sjálfu sjer en bátarnir,
1) Slcýrslan um þessar mælingar or í Norðanfara XI.
13-14.