Andvari - 01.01.1886, Page 49
9
og svo eru hæg heimatökin; en nú cr ekki þessu láni
að fagna á íslandi.
Eptir því sem sjera Þorkell segir, voru á 18. öld-
inni 27 fiskileysisár, 21 meðalár, en 52 fremur góð eða
góð fiskiár1.
Aptur virðist mega ráða það af skýrslu hans um
aflabrögðin 1800—1878, að aflaárin hafa verið færri að
tiltölu en aflaleysisárin, aS minnsta kosti við Faxaflóa.
Sjera þ>orkell dregur líka sjálfur þá ályktun út úr skrá
sinni, »að flskr hafi eigi að jafnaði gengið þar eins á
grunn og fyrrum-------------hin síðustu 20 ár»2.
Sama er að segja um allar veiðistöður á landinu,
hvar sem er. Alstaðar hafa grunngöngur þorsksins
brugðizt braparlega3 árunum saman.
fessar kenjar í þorskinum hafa opt komið heilum
sveitum á kaldan klaka.
Pegar vel aflast á grunnmiðum, þá getur einnmað-
ur fengið 1600 á skip af vænum þorski á einum degi4 5.
|>á getur einn maður fengið 900 til hlutar í 11 róðrum.
]?á rífa menn yfir höfuð stundum upp ósköpin öll af
fiskinum. J>á jeta menn og drekka og eru glaðir, og
hugsa ekki til aflaleysisáranna; en þau koma samt. Þau
eru í raun rjettri eins sjálfsögð með köflum og prests-
lömbin, eins og bændurnir segja. Þá kemur annað
hljóð í strokkinn hjá sjómönnum. Jpá lendir allt 1 hor
og hungri, og stundum hefir fólk jafnvel hrunið niður í
slíkum árum.
Náttúran hefir að vísu lagt líkn með þraut. I3að
er örsjaldan, að aflaleysisár bafi verið kring um allt land
í einu; en hvað hefir það stoðað? Hverju hafa t. d.
Faxaflóamenn verið nær, þótt afli hafi verið við vestur-
1) Tímar. Bmfj. 1883, bls. 208—10.
2) Sama rit, bls. bls. 220—25.
3) Sbr. t. d. Eróði nr. 9, d. 103.
4) Tímar. Bmfj. 1883, bls. 209.
5) Sama rit, bls. 223.