Andvari - 01.01.1886, Page 50
10
land? Ekki vitund. J>eir hafa eldci átt önnur för en
smáfleytur, sem þeir hafa getað sótt sjó á í allrahæsta
lagi 4 mílur frá landi. feim hefir því verið ómögulegt
að bera sig eptir björginni fyrir vestan. |>eir hafa orð-
ið að svelta heilu hutigri, þó þar væri hlaðfiski. Er
þetta ekki sárt? Og þó er það enn sárara, að þeir hafa,
ef til vill, sjeð Flandra og annan trantaralýð liggja við
fisk skammt fyrir utan það, sem þeir hættu sjer lengst.
Yæri nú eklci munur, þegar svo stendur á, að veiða af
þilskipum? ]?au geta þó borið sig eptir björginni, þar
sem hennar er að loita.
Og þetta kemur fyrir hjer um bil á hverju einasta
ári. þ>að er eins sjaldgæft, að góður afli sje kring um
allt land og aflaleysi lcring um allt land.
Nei, þá fyrst eru fiskiveiðar almennilega stundaðar,
þá fyrst getur maður búizt við, að þær gefi eins mikið
af sjer og mögulegt er eptir atvikum, þegar fiskimaður-
inn á kost á, að sækja aflann þangað, sem hans er raest
von. Þá fyrst drottnar hann yfir fiskum sjávarins. Apt-
ur liggur við, að fiskar sjávarins drottni yfir honum,
meðan hann er bundinn við sveit sína, og getur ekki
sótt aflann nema örfáar mílur.
|>að er bara eitt ráð til að kippa þessu í liðinn :
þilskipaveiðar.
Ekki svo að skilja, að ráðlegt sje að leggja alveg
niður bátaveiðarnar; enda er víst engin hætta á, að það
verði gert. Bátar virðast vera sjálfsagðir til veiða
snemma á vorin og seint á haustin. Auk þess borga
þeir sig ágætlega, eins og áður er sagt, þegar fiskurinn
holdur kyrru fyrir á grunnmiðum; en það er ekki við
því að búast, nema örsjaldan, og þó hann geri það, þá
kemur opt babb í bátinn samt.
Fiskigöngurnar hafa reynzt þannig við ísland, að
opt er hlaðfiski á einum firði, eða fyrir einni sveit, þó
lítið sje um afla í næstu sveitum. Pegar svo stendur
á, sýna íslendingar þó, að þeir vilja reyna til að bera