Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 51
sig eptir björginni. Allir sjómenn, sem vetlingi geta
vaidið, og kost eiga á vegna fjarlægðar, flykkjast þang-
að, sem aflinn er. Bátafjöldinn keyrir seinast fram úr
hófi. |>ar sem fiskur er veiddur með lóðum eða net-
um. leggja hverir ofan í aðra, skera hverir á fyrir öðr-
um, og spilla yfir höfuð að tala veiðarfærunum og veið-
inni hverir fyrir öðrum, og sjálfum sjer líka, þegar öll
kurl koma til grafar; því það hefir opt komið fyrir, að
íiskurinn hefir opt fælzt alveg á burt við þennan ógang.
Allir sjómenn þekkja víst dæmi fyrir hvorutveggja. Pó
er vissara að taka t. a. m. stappið á Eskifirði sumarið
1881 til dæmis fyrir hinu fyrra1 *. Aptur er víst ekki
til hraparlegra dæmi fyrir hinu síðara en slysni Norð-
manna á Eyjafirði haustið 1884. Síldin var að ganga
inn og var utarlega í firðinum, en nótabátar Norðmanna
flyktust þá saman með slíkum gauragangi, að síldin hjelt
aptur til hafs, en Norðmenn sátu eptir með sárt ennið.
Ef bátarnir hefðu verið færri við þessi og svipuð tæki-
færi, þá eru líkindi til, að allir hefðu aflað vel. í stað-
inn fyrir það öfluðu engir vel.
I3að er ekki hætt við, að þetta komi fyrir með þil-
skip. Djúpmiðin eru miklu stærri en grunnmiðin, svo
þilskipin geta dreift meira úr sjer. fau eiga hægra
með að bera sig yfir en bátkrílin. Bátarnir era bundnir
við næstu stöðvar, sem afli er á. Þilskipin geta komizt
á allar þær stöðvar, sem afli er á.
Margt er fleira, sem mælir með því, að meiri lík-
indi sjeu til, að þilskip aíii betur en bátar. Allir vita
t- d., að veðurlag á íslandi er mjög óstöðugt, svo báta-
fleytunum gefur ekki á sjóinn dögunum eða jafnvel vik-
unum saman. Það eru náttúrlega líka misjafnar gæftir
fyrir þilskip; en þó leikur víst enginn efi á því, að þau
geta stundað veiðar í misjafnara veðri en bátar.
1) Sbr. skýrslu Jóns sýslumanns Johnsens í Fróða nr. 70,
d. 117.