Andvari - 01.01.1886, Page 52
12
í annan stað gengur ákaílega mikill tínai til þess
fyrir bátana, að róa út á miðin, og svo heim aptur á
hverjum einasta degi, því það mun vera regla kring um
allt land, að bátar eru ekki nema dag eða dægur í róðr-
inum, þegar allt fer með felldu. fúlskipin geta apt-
ur látið fyrirberast úti á miðunum svo og svo iangan
tíma.
Og þar að auki hljóta þessar eilífu ferðir milli
landsins og miðanna að vera ákaflega þreytandi fyrir
sjómennina, því opt verður að andæfa að minnsta kosti
aðra leið. |>að segir sig sjálft, að sjómennska á þilskip-
um er líka erfið með sprettum, en stritið er ekki eins
jafnt á þeim. Það er reyndar langt frá mjer að vor-
kenna nokkrum manni, þó hann þurfi að vinna; enhitt
er sjálfsagt, að bezt er að geta afkastað sem mestu með
sem minnstri fyrirhöfn, fengið sem mestan árangur með
sem minnstu striti. í því skyni hafa t. d. allar vinnu-
vjelar verið búnar til.
|>ess má iíkageta, að bátar missaoptaf miklum afla
vegna þess, hvað þeir geta borið lítið. peir hitta kann
ske á torfu og hlaða sig, en svo er fiskurinn allur á burt,
þegar þeir koma daginn eptir á sama miðið. Pilskip
gæti aflað dómlaust, þegar svo ber undir.
Og aðbúnað er hægt að hafa miklu hetri á þil-
sldpum að öllu leyti en á opnum bátum. Eeyndar eru
sjómennirnir okkar óbilandi til allrar karlmennsku, og
þola vosbúð og kulda á við hvern gaddhest; en það
má jafnvel ofbjóða klakaklárum, og jeg skil ekki í því,
að sjómennina á opnu bátunum langi ekki stundum
undir þilfar, þegar úrkoman er sem mest, eða í skjól,
þegar gaddurinn er sem grimmastur. Og það finnur
hver á sjálfum sjer, að maður er þeim mun færari til
hverrar vinnu, sem hann er óþjakaðri og betur fyrir
kallaður.
Jeg þykist nú hafa sýnt fram á, að töluverð lík-
indi eru til þess, að þilskip afli botur að jafnaði en bát-