Andvari - 01.01.1886, Page 53
13
arnir, og jog sje ekki annað en ástæður mínar sjeu góð-
ar og gildar.
fví er þá ekki meiri þilskipaeign á íslandi en
hún er?
Ýmsu er barið við, en víst engu jafnopt og fjeleysi.
Það er sagt, að þilskipin sjeu svo dýr, að það sje ó-
gjörningur að koma þeim upp. Það er bezt að rekja
þessa viðbáru dálítið í sundur.
í>að eru hvergi til á íslenzku, svo jeg viti, greini-
legar skýrslur um þilskipaverð, eptir stærð og gæðum.
lleyndar er þess getið í blöðunum, hvað einstaka skip
hali kostað, en at slíku verður lítið ráðið, því þá er
sjaldnast tekið fram, hvort skipið hafi verið nýtt eða
gamalt, vandað eða óvandað o. s. frv. J>eir, sem þekkja
bezt til, ættu að fræða landa sína á þessu.
Aptur er þess getið sumstaðar, hvað þilskip kosti
upp og ofan, og má nokkuð ráða af því, som Edilon
G-rímsson segir1, að þilskip kosti frá 5—14 þúsund kr.
Hann tekur ekki fram stærðina, en á náttúrlega við
venjustærðina á íslenzkum þilskipum, sem var hjer um
bil 30 smálestir 18812, og er þá víst svipuð enn.
Feddersen segir3 aptur, að þilskipin vestanlands liafi
verið 30 1884, 20—85 smálestir að stærð, og kostað
10,000—24,000 kr.3 Jeg veit til þess, að skip var smíð-
að veturinn 1884—85 í Danmörku fyrir Norðlendinga.
í>að var 20—30 lestir á stærð, en vandað að öllu svo
sem föng voru á. J>að kostaði 12,000 kr., og lætur víst
ekki fjarri, að það sje vanaverð á nýjum, vönduðum 20
—30 lesta skipum. Aptur má náttúrlega opt fá góð
skip lítið brúkuð fyrir talsvert minna verð.
Trolle ræður til að hafa hjer um bil 70 smálesta
1) ísaf. XII. 26. .
2) ísaf. IX. 10, 39; þar segir, að 1881 liafi verið 80 þilskip
a íslandi, 2,422 smálestir samtals.
3) Fiskeritidende 1884, bls. 3B7—60.