Andvari - 01.01.1886, Síða 56
16
Eptir því verður œeðalaílmn kring um 300. Aptur hef
jeg hvergi sjeð getið um meðalafla haust- og vorvertíð-
ir, nema bjá Ólafi Stephensen. Hann segir1 2, að með-
alafli um vetrarvertíð sje talinn 300, en 200 haust- og
vorvertíðir. Nú stendur vetrarvertíðaraflinn hjer umbil
heima við það, sem I?órður segir, svo það má víst álíta,
að hitt sje líka nærri lagi enn í dag. Það er líka at-
hugavert, að Magnúsi Ketilssyni þótti haust- og vor-
vertíðaraflinn oí hár hjá Ólafi, eptir því sem þá gerð-
ist4, svo það jafnast upp, þó hann sje kann ske 1 meiri
nú. ólafur gerir GOOfiskjar 4J/2 skippund, og eptir því
ætti meðalhluturinn allar 3 vertíðirnar að vera 5 skp.
5 lýsip. forskurinn við ísland hefir ekki stækkað síð-
an að öllum líkindum, en jeg geri þessi 700 samt að
6 skpd. til þess að leggja vel í3. Annan fisk en þorsk
tel jeg ekki, hvorki á bátunum nje þilskipunum. Ef
skipt er í 9 hluti, eins og E’órður gerir ráð fyrir, verður
meðalaflinn á hvern bát 54 skpd.
Nú hefir meðalverðið á saltfiskinum í Gullbringu-
og Kjósarsýslu og Reykjavík verið tæpar 50 kr. að með-
altali í nokkur ár, og hefir þá afiazt á hvern bát fyrir
2,700 kr. eða 207,900 kr. á öll förin. fað mun verða
sýnt seinna í þessari ritgjörð, að það er fremur vesöl
vertíð, ef þilskip við ísland aíiar ekki 13,000 kr. virði
alls, hjer um bil 6 mánuði, en það er álíka langur tími
og allar vertíðirnar. Nú skulum við samt bara setja
þann afla, og þá er afli þessara þilskipa, sem
jafngiltu bátaflotanum að verði, 338,325 kr. virði, eða
mismunurinn er 130,425 kr.
1) Rit þess íslenzka Lærdóms-Lista-Fjelags IV. b., bls.
163—64.
2) Sjá sama rit VII. ár, bls. 69.
3) Jeg hef sjcð 8 útgáfur af J>ví, hvaö margir fislcar færu í
skippundið af saltfiski við Faxafióa. Meðaltalið er tæpir 130
(smátt hundrað náttúrlega).