Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 57
17
Éptir pessurn reikningi eru bátar við Faxaíióa miklu
dýrari eptir ágóða en þiskip.
Annarstaðar á landinu eru bátar og veiðarfæri víst
talsvert ódýrari en við Faxaflóa, að minnsta kosti á
Norðurlandi, en í raun rjettri þó talsvert dýrari en þil-
skip yfir höfuð að tala, þegar tekið er tillit til meðal-
ágóðans af hvorumtveggja.
Þessar athuganir ættu eiginlega að vera meir en
nógar, til að taka af öll tvímæli með það, að bátarnir
eru miklum mun dýrari en þilskipin; en það er margt
fleira, sem tekur í sama strenginn. f>að er t. d. gam-
an að bera saman mannfjöldann á þilskipum og bátum.
Jeg legg árin 1872—79 til grundvallar, eins og áður,
en dreg 10. partinn frá bátatölunni, og sleppi öllum
smáförum, til þess að fá að minnsta kosti nokkurn veg-
inn tölu þeirra báta, sem út hefir verið haldið. Þeir
verða þá : 206 tólf—áttæringar og
1180 sex—fjögramannaför.
Nú má gera ráð fyrir, að á hverju fari hafi að
minusta kosti verið jafnmargir menn og skipategundirnar
benda sjálfar á : á stærri bátunum 2060
á minni bátunum 5900
samtals 7,960,
og samsvarar það skipshöfn á 796 þilskipum, þegar 10
eru á hverju1. Ef maður gerir nú ráð fyrir, að allir
bátar kring um landið afli jafnmikið og bátarnir við
Faxafióa, 2,700 kr. virði hver, þá afla þoir allir saman
fyrir 3,742,200 kr., en það er eiginloga allt of hátt,
eptir útreikningi sjera Þorkels2, og virðist hanti þó leggja
fullvel í með harðfisksátið. Til þess að afia það, sem
nemur þessari upphæð, þyrfti 287% þilskip með 13,000
kr. afla að jafnaði.
1) Sbr. Einar Ásmundss.: Um framfarir ísl. bls. 79, og Eed-
dersen í Eiskeritidende á sama stað og áöur or getiö um.
2) Tímarit Bókmfjel. 83, bls. 238—9.
Andvari XII. 2