Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 58
18
Skipshafnir á bátunum voru . . . 7,960 manns,
á 2875/6 þilskip geri jeg 10 á hverju 2,878 —
mismunur 5,0ö2 menn.
Máli bátanna virðist ekki vera hallað hjer; en til
frekari fullvissu má gjarna minnka þessa tölu dálítið.
Hún er nógu há samt.
1870—80 hafa þá hjer um bil 5,000 íslendingar sótt
sjó árlega, sem ekki þurfti til að hafa á land afla þann,
sem fjekkst þessi ár að meðaltali.
fað er ekki gott að reikna þennan mannkrapt til
peninga, því það yrði að taka tillit til tímans, sem hefir
gengið til sjósóknarinnar; en þó vertíðir sjeu ákveðnar
víðast hvar, þá eru þær bæði breytilegar eptir sveitun-
um, og svo hafa menn víða stundað landvinnu, þegar
ekki hefir gefið á sjóinn. Jeg sleppi því þess vegna.
En samt er auðsjeð, að miklir peningar liggja í þessum
mannamun, einkanlega fyrir okkur íslendinga, þar sem
allt er eiginlega ógert. Væri ekki nær, að þessi 5,000
manna gerðu eitthvað til að yrkja landið betur ? Eins
og það þurfi ekki og megi ekki græða út túnin, girða
þau o. s. frv., o. s. frv.
En nú hjeldu náttúrlega margir af þeim út bátum
á grunnmið. Væri þá ekki ráðlegt að reyna til að koma
upp fleiri þilskipum handa afganginum? Pví meiri fiskur
er í Islands hafi en 287 þilskip og nokkur hundruð bát-
ar geta veitt.
Það sjá yfir höfuð allir þeir, sem skynja það, sem
fyrir augun ber, að þessi 5,000 manna gætu gert margt
þarfara, annaðhvort á sjó eða landi, eða bæði á sjó og
landi, heldur en róa á sjóinn með mikilli hættu og fyr-
irhöfn, en afla lítið sem ekkert í samanburði við þá, sem
stunda veiðarnar með minni hættu, minni fyrirhöfn, og
eru miklu fáliðaðri þar á ofan.
Með minni hættu ; því hættumuninn verður líka að
taka til greina, þpgar talað er um, hvort dýrara sje í raun
og veru, þilskip eða bátar. jÞað er alveg blöskranlegt, hve