Andvari - 01.01.1886, Side 59
margir drukkna af íslendingum í samanburði við aðrar
þjóðir.
1850—1877 drukkna á íslandi 2019 manns, en þó
ganga árin 1853 og 1872 frá; því jeg hef ekki gotað
fundið, hve rnargir drukknuðu þau ár. Meðaltala þeirra,
sem hafa drukknað á ári hverju, er því 77—78. Aptur
hafa alls dáið 51,940 manns þessi ár, eða næstum því
1,998 að meðaltali. Hjer um bil 2G. hver maður, sem
hefir dáið þessi ár, hefir því drukknað. jpegar gætt er
að því, hve margir drukkna af þeim, sem deyja í öðr-
um löndum, kemur það upp úr kafinu, að miklu fleiri
drukkna að tiltölu á íslandi en nokkurstaðar annarstað-
ar hjá siðuðum þjóðum. Fjöldi þeirra, sem drukkna á
íslandi, er að sínu leyti meiri en mannfjöldi sá, sem
fellur í stórorustum, eða doyr þegar kólera og aðrar
drepsóttir geysa yfir löndin.
Nokkuð af þeim, sem drukkna, fer að vísu ekki í
sjóinn; en það er svo sem ekkert í samanburði við hina.
Í»ví miður er ekki getið um það í landshagsskýrslum,
hve margir hafi drukknað árlega í sjó og live margir í
vötnum, en Jón læknir Finsen hefir gort áætlun um
það, og er hún á rökum byggð1. Hann hefir komizt að
þeirri niðurstöðu, að á Norðurlandi hafi 79,07% af þeim,
sem drukknuðu þar, drukknað í sjó, og ef hið sama á
sjer stað á öllu landinu, sem er mjög líklcgt, þá drukkna
árlega tíl—tí2 íslendingar í sjó.
Finsen var læknir í Eyjafjarðar- og Þineyjarsýslum
1856—66. Hann hefir 86 drukknanir við að styðjast,
og segir hann, að 68 manns hafi drukknað við íiski-
veiðar, en hinir af öðrum slysum, flestir náttúrlega í
vatusföllum. Hann tekur það fram, að þessir 68 menn
hafi drukknað af bátum, enginn því af þilskipi, og þó
voru 20—21 þilskip í Eyjafjarðar- og íflngeyjarsýslum
að meðaltali 1H56-66.
1) Iagttagelser over Sygdomsforholdene ilsland. Kmh. 1874,
bls. 174-6.