Andvari - 01.01.1886, Síða 60
20
IJa3 skín út úr þessum samanburði, hve mann-
hættan á þilskipunum er miklu minni en á bát-
unum. fað er vitaskuld, að þilskip farast endur og
eins, en það kemur svo sjaldan fyrir, að lítið ber á mann-
aflanum, sem fer í sjóinn, í samanburði við fjölda þann,
sem fer í sjóinn af bátunum.
Sama reynsla er á með þilskip Frakka. Tala þeirra,
sem drukkna af þeim, kemst í engan samjöfnuð við báta-
hrunin. Aptur er ekki að marka, þó nokkuð mörg frönsk
sldp gangi í súginn, því það ber svo öllum saman um,
að Flandrar sjeu sjálfir opt valdir að skipsköðunum.
tó hafa Frakkar einstöku sinnum orðið fyrir stórslys-
um, einkum 1839. fá fórust í einu 18 skip og 185
manns drukknuðu1. En Frakkar kenna sjálfir ofurkappi
skipseigandanna um þetta slys, því þeir ljetu skipin fara
af stað venju fyr þetta ár. Eptir 1839 bannaði stjórn-
in að skipin legðu af stað fyr en 1. apríl, og gekk þá
allt skikkanlega og skaplega2.
1863 drukknuðu 50 íslenzkir iiskimenn 1 janúar--
apríl, en sama ár fórst bara einn Flandri af 3,814.
Honum skolaði út3.
Og nú bætist ofan á allt saman, að þessi grúi, sem
fer í sjóinn, er á bezta aldri, er blóminn úr þjóðinni;
því víða er sjósókn svo erfið, að hún er ekki nema fyrir
vaska menn.
það er ómögulegt að meta, hvað landið missir ár-
lega við báttapa (sbr. skiptapi), en það nemur miklu;
því mannslífið er dýrt alstaðar, og ekki sízt á íslandi,
1) Tidskr. for Sövæsen. Kmk. 1865, bls. 320; og Fra alle
Lande. Kmh. 1865, bls. 373.
2) þetta bann mun nú vera gengið úr gildi, því jeghefrek-
ið mig á, að sum skipin leggja af stað í febrúar og marz, og
jafnvel einstaka skip í janúar.
3) Fra alle Lande, Kmh. 1865, bls. 373. Svo segir í Norð-
anfara III. 20., að í marz 1863 hafa drukknað 46 manns, bara
í Faxaflóa,