Andvari - 01.01.1886, Side 61
21
því þar er margt að starfa, on allt of fáir til að starfa,
af dugandi mönnum að segja. Og miklu síður er mögu-
legt að meta skaða vina og vandamanna, konunnar, for-
eldranna, barnanna. Nei, þeir mundu opt ekki telja
skaða sinn bættan, þó þeir fengi gullpening fyrir hvert
einasta tár, sem þeir fella út af ástvinamissinum.
Jeg þykist hafa sýnt fram á, að bátar eru miklu
dýrari en þilskip, þegar öllu er á botninn bvolft. Með
því er reyndar ekki sagt, að alþýða á Islandi hafi efni
á koma sjer upp þilskipastóli, því þilskip kostar þó í
sjálfu sjer meira en 3—4 bátar; en það er víst sjald-
gæft, að einn maður lialdi úti fleiri bátum. En nú eru
margir, sem hafa minnzt á þilskipamálið, á því, að Is-
lendingar gætu komið upp þilskipum, ef þeir vildu, ef á-
huginn væri nógur; og það er víst liverju orði sannara.
Færeyingar eru þó enn armari en við. Þetta hafa þeir
komið sjer upp miklu fleiri þilskipum á örfáum árum
en við, eptir fólksfjölda.
En tilgangurinn með þessu riti var ekki, að benda
á það, hvernig hægast væri að koma upp þilskipum.
Ráðin til þess koma af sjálfu sjer, þegar almenningur er
orðinn sannfærður um, að þilskipamálið sje lífsspursmál
fyrir allt landið. Jeg loyfi mjer að eins nefna á nafn
áhuga á málinu, samtök, sjómannaskóla, ábyrgðarsjóð,
lán úr landssjóði1, og svo blessaðan bankann. Áhugi á
málinu er þó mergurinn málsins í mínum augum.
Enn er ýmislegt, sem þilskip hafa fram yfir báta, og
skal jeg fara um það fáeinum orðum.
Fiskiverkunin er mjög mikið komin undir því, hvort
fiskurinn er veiddur af bátum eða þilskipum. Munur-
inn þyrfti, ef til vill, ekki að vera eins rnikill og hann
er; en reynslan sýnir, að hann hefir verið og er jafnvel
mikill. Á þilskipunum er fiskurinn slægður, afhöfðað-
ur, þveginn og saltaður undir eins og hann er kominn
1) Eins og ráð cr gert fyrir í seinustu fjárlögunum.