Andvari - 01.01.1886, Side 62
22
upp úr sjónum, eða því sem næst. J>að er að minnsta
kosti siður hjá Frökkum, og eflaust líka á íslenzkum
pilskipum, sem stunda þorskveiðar. Aptur er mjög illt
að koma því við í bátura, enda er það mjög óvíða gert,
að svo miklu leyti, sem mjer er kunnugt. Fiskurinn
liggur óslægður og óafhöfðaður í bátnum fram undir
dægur eða jafnvel miklu lengur, t’. d. sumur netjafiskur.
Blóðið storknar í æðunum út um allan líkamann, og af
því leiðir, að fiskurinn verður miklu dekkri en ella, og
verri verzlunarvara að mörgu leyti.
En nú Iiggur einmitt lífið á fyrir okkur íslendinga,
að vanda sem bezt vörur okkar, og fiskinn ekki sízt,
því Norðraenn eru allt af að verka sinn fisk betur og
betur, einmitt til að geta keppt við okkur á saltfisks-
markaðinum. Sú var tíðin, að Norðmenn verkuðu sinn
fisk miklu ver en við, og lugu því stundum upp, að
þeirra fiskur væri frá íslandi, til þess að fá jafnmikið
fyrir hann og íslenzku kaupmennirnir fyrir íslenzka fisk-
inn; en nú eru þeir farnir að snúa á okkur.
í'að þarf annars ekki að fara út úr landinu til að
sjá, bæði að þilskipafiskurinn er talinn miklu betri en
bátafiskurinn, og í annan stað, að hann er borgaður
miklu betur. Það gegnir jafnvel furðu, hve mikill mun-
ur er og hefir verið á saltfisksverði á ísafirði og í Beykja-
vík. Árin 1873—77 voru gefnar 63 kr. að meðaltali
fyrir saltfisksskippundið á ísafirði, en 48,60 kr. í Bvík.
Munurinn var því 14,40 kr. á hverju skpd. eða hjer um
bil 292,800 kr. á öllum málsfiski, sem hefir verið fluttur
frá Bvík þessi 5 ár1. En nú hefir vesturlandsfiskurinn
einmitt það orð á sjer, að hann sje mestallur veiddur
1) 1873—75 er málsfiskurinn elcki greindur frá undirmáls-
fiskinum og ýsunni í Stjórnartíðindunum. Jeg hef því gert
ráð fyrir, að undirmálsfiskurinn hafi verið nokkurn veginnjafn-
mikill í samanburði við allan fiskinn þessi 3 ár og 76—77, og
dregið frá liðugan helming af öllum fiskinum, til þess að fá
málsfiskinn.