Andvari - 01.01.1886, Side 63
23
á þilskip: sje svokallaður jaktaiiskur með öðrum
orðum.
En í raun rjettri er vestfirzki fiskurinn víst hvergi
nærri allur veiddur á þilskip, og ekki betri en fiskur
sumstaðar annarstaðar á landinu; eða víst er um það,
að Eyfirðingar tóku sig til um sumarið, fóru með salt-
fisk vestur á ísafjörð, og seldu hann fyrir jafnhátt verð
og ísfirðingar fengu sjálfir fyrir sinn fisk. En saltfiskur
þeirra Vestfirðinga heíir verið langtum betri en annar
íslenzkur saltfiskur langa lengi, og þess vegna er hann
í meira gildi á heimsmarkaðinum enn í dag, en annar
íslenzkur fiskur, sem er þó, ef til vill, jafngóður.
Jeg segi þetta bara til að sýna fram á, hve mikið
er varið í það, að saltfiskurinn sje vel verkaður; en það
verður varla fyr en þorskveiðar af þilskipum komast
almennara á en enn sem komið er. J>ó má víst víða
vanda báta-þorsk-verkunina meira en víða er gert.
ífilskipin eru líka miklu vissari eign en bátar, ef
þau eru í ábyrgð, og það má telja sjálfsagt, að ekki líði
á löngu, áður en ábyrgðarfjelag eða ábyrgðarsjóður kom-
ist á sunnanlands og vestan, því Sunnlendingar ogVest-
firðingar eru þó engir skrælingjar; en skrælingjaháttur
er það, að sjá ekki fótum sínum forráð, að svo miklu
leyti, sem mögulegt er; að gera ekki ráð fyrir tjóni því,
sem allt af vofir yfir lítilli eign; en jeg by'st ekki við,
að Islendingar eignist svo mikinn skipastól á næstunni,
að nokkur geti verið sinn eiginn ábyrgðarsjóður, með
öðrum orðum: átt svo mildnn skipastól, að hann megi
við að missa eitt eða tvö skip. |>að þarf mikla skipa-
eign til þess, að ágóðinn af þeim, sem eptir verða, sje
viss með að borga þau, sem eigandinn kann að missa.
Nú er ekki óhugsanlegt, að líka komi upp ábyrgð-
arsjóður fyrir báta; en þeim er miklu hættara en þil-
skipunum, eins og áður er sýnt fram á, svo það er lík-
legt, að ábyrgðargjaldið af þeim yrði miklu hærra að
sínu leyti en af þilskipum. Auk þess svipar þilsldpum