Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 64
24
miklu meira til fasteignar on bátum. I5að ert. d. hægra
að fá lán út á þau, en lánið er allt af peningavirði í
höndum þeirra, sem með kunna að fara.
Enn tel jeg þilskipunum eitt til gildis, og er ekki
minnst varið í það. fað getur ekki hjá því farið, að
þilskipaveiðarnar stuðli að sundurliðan atvinnuveganna.
pessi hugmynd er svo ný, og lítið þekkt á íslandi, að
jeg vorð að skýra hana í fám orðum.
Þegar maður ber saman atvinnuhagi Islands og út-
landa, rekur maður strax augun í það, að íslendingur-
inn er eiginlega allt í öllu, en útlendingurinn bara eitt-
livað eitt. íslendingurinn vinnur bæði sjóvinnu og
sveitavinnu, og optast meira að segja margs konar
sveitavinnu, Hann er kann ske bæði sjómaður, sveita-
bóndi, trjesmiður, vefari o.s.frv. Nú segir það sig sjálft,
að sá, sem fæst jafnt og þjett við eitthvað eitt, verður
miklu betur að sjer í því, en sá, sem fæst við það bara
endrum og sinnum. Hann verður bæði íljótvirkari og
vandvirkari við vanann. Petta er svo alkunnur sann-
leiki í útlöndum, að engum dettur í hug að efast um
hann. Sundurliðun atvinnuveganna er líka óendanlega
miklum mun meiri þar en á íslandi. Títuprjónninn
virðist t. d. ekki vera göfugur gripur, og þó eru 10
menn um að smíða hvern títuprjón, en þeir smíða líka
48,000 á dag. Aptur er það sannreynt, að einn maður
ætti fullerfitt með að smíða 20 á dag, þó hann sæti
allt af við.
|>essi vinnuregla er líka að breiðast út á íslandi.
Söðlasmiðir til dæmis. En hún á langt í land enn þá,
allt of langt, því það er ómögulegt, að atvinnuvegirnir
nái fullum blóma, fyren hún er komin 1 kring.
Nú eru kvikfjárrækt og fiskiveiðar aðalatvinnuvegir
okkar. þ>eir eru eins ólíkir og landið er ólíkt sjónum,
en þó er þeim glundrað og grautað saman á alla vegu
víðast hvar. í mörgum sveitum er að vísu sveitavinna
stunduð hjcr um bil eingöngu, því þær ná ekki til sjávar.