Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 65
25
Sjávarbændurnir, að minnsta kosti við Faxaflóa sunnan-
verðan, taka aptur til þeirra dyndisúrræða, að senda
vinnumenn sína í kaupamennsku upp til sveita á sumr-
in með ærnum kostnaði, því þá er víst optast fiskilítið
fyrir smábáta við suðurland. Ætli það væri ekki nær
að láta þá stunda íiskiveiðar á þilskipum sumarið líka?
Mest mein gerir þó þessi glundroði að mínu áliti í þeim
sveitum, sem liggja jafn vel við sjósókn og sveitavinnu.
þ>ar sækja fiestir karlinonn sjó á vorin fram til sláttar.
Svo róa menn endrum og sinnum um sláttinn til að fá
í soðið, en eru þó optasþ heima við heyskapinn. Eptir
slátt fara menn aptur í róðrana. Verkin sýna merkin.
Nú eru haust og vor helzti tíminn til allra jarðabóta,
en undir þeim er heyskapurinn kominn. Aptur er sum-
arið bezt fallið til fiskiveiða fyrir margra hluta sakir.
I3essar sveitir hafa fundið upp þann gullvæga og ein-
kennilega búhnykk, að stunda fiskiveiðarnar af kappi,
þegar næst liggur að búa í haginn fyrir kvikfjárræktina,
en kvikfjárræktina aptur, þegar bezt lítur út fyrir fiski-
veiðarnar. Afleiðingarnar eru kák, eilíft og endalaust
kák, meðan þessu vindur fram; niðurníðsla bæði á sjávar-
útveginum og sveitabúskapnum.
í*að er, ef til vill, ekki svo hægt að breyta þessu
ólagi í betra horf, eptir því sem stendur á fyrir okkur
íslendingum; en það virðist þó alls ekki vera ómögu-
legt, að sumir stunduðu sjósóknina vor, sumar og haust,
en sumir búskapinn vor, sumar og haust, og svo fengju
sveitamennirnir sjóvöruna hjá sjómönnunum, og svo
þvert á móti, eptir þörfum. Hlutfallið milli sjómanna-
fjöldans og sveitamannafjöldans í hverri sveit yrði nátt-
úrlega að vera komið undir atvikum.
Nei; það þarf í mörg horn að líta, ef bæði á að
stunda búskap og fiskiveiðar, svo í lagi sje, svo hvort-
tveggja gefi jafnmikið af sjer og mögulegt er; en þó er
það sjálfsagt sumra meðfæri, sem hafa nóg vit og nóg
fje; en hollara mun þó reynast, að láta sömu mennina