Andvari - 01.01.1886, Síða 66
26
annaðhvort stunda bara sjávarútveg eða bara sveitabú-
skap, að svo miklu leyti sem auðið er.
Það er annars undarlegt. Yið íslendingar könn-
umst eiginlega við þessa grundvallarreglu, þó okkurdetti
ckki í hug að fara eptir henni almennt. Öllum hesta-
mönnum kemur t. d. saman um, að ekki sje ráðlegt, að
bera á reiðhestum. Þar tvískipta menn vinnunni. Eng-
um dettur í bug, að biðja skósmið eða snikkara að gera
við úr; en fæstum dettur í hug, að það er í raun rjettri
litlu ófjarstæðara, að sveitamaður stundi sjó eða sjómað-
ur sveitavinnu.
Nú vona jeg að þilskipin stuðli að því, að koma
betra skipulagi á vinnuhagina, og þetta litla þilskipa-
úthald, sem við höfum, hefir þegar gert nokkuð í þá
átt, að minnsta kosti við Eyjafjörð. Hákallamennirnir
fara á hákallaskipin strax á vorin, og eru svo á þeim
mörgum allt sumarið fram undir haustróðrabyrjun.
Sumir halda aptur gamla siðnum; fara svo sem tvo túra,
og sctja svo skipið upp á þurt land. £>að er líka bú-
mannlegt, eða hitt þó heldur, að kaupa skip dýrum
dómum, til þess að láta það standa uppi s/4 af árinu
eða jafnvel meira. Það er eins og að kaupa kú, og láta
mjólka bana tvisvar í viku.
Aptur hafa víst Eyfirðingar aldrei byrjað á þorsk-
veiðurn strax á vorin. J>eir hafa yfir höfuð lítið sinnt
þorskveiðum af þilskipum, bara einstaka skip fárra vikna
tíma af sumrinu, enda hafa þær alveg brugðizt. Og þó
s/nir reynslan, að þorskveiðar hafa blessazt miklu betur
að jafnaði en hákallaveiðar.
Nú skal jeg ekki trúa því, fyr en jeg tek á, að Ey-
firðingar geti ekki dregið fisk úr sjó, alveg eins og
Erakkar og Færeyingar, og þess vegna eigna jeg þessa
óheppni við þorskveiðarnar einungis óvana og óstöðug-
leik við þær. En hitt er vitaskuld, að Norðlendingar
þyrftu að leita suður með landi, ef þeir vildu byrja á