Andvari - 01.01.1886, Síða 67
27
fiskiveiðunum jafnskjótt og skipin leggja út. fað væri
að vísu erfitt; en lengra eiga Frakkar.
Frakkar stunda þorskveiðar við ísland frá því í apríl
eða jafnvel marz og febróar, þangað til í septembor.
íslendingar ættu að feta í fótspor þeirra með úthald á
þilskipum sínura; þá skyldi það sannast, að aflinn yrði
bæði meiri og jafnari.
Jeg get ekki skilið svo við þennan kafia málsins,
að jeg segi ekki frá ágætu dæmi fyrir því, hve vaninn
gerir mikið að um fiskidrátt. Foringinn á franska her-
skipinu við ísiand fjekk einu sinni 18 hásetum sínum
færi og öngla. Einn var gamall Flandri, sem bafði
marga hildi háð við ísland; en hinir voru allir óvanir.
Flandrinn dró 22 þorska á tæpum klukkutíma, en hinir
seytján heila 3 fiska alls1.
Að endingu drep jeg á einn kost, sem þilskipin
geta haft fyrir íslendinga, en bátarnir alls ekki. í’il-
skipin eru þau einu för, sem hægt er að hafa til flutn-
ings á sjó langar leiðir.
fað hefir því miður lítið þurft að halda á skipum
til þeirra hluta á íslandi nú um langan aidur; en ekki
er loku fyrir það skotið eptirieiðis, og óskandi væri, að
þess verði ekki svo langt að bíða. Því skyldu t. d. ekki
íslenzk skip geta flutt vörur landa milli, alveg eins og
dönsk skip? Eða að minnsta kosti hafna á milli. Ekki
kynokuðu Eyfirðingar sjer við að fara með saltfisk til
ísafjarðar um sumarið, eins og áður er sagt, og jeg er
alveg hissa á, að slík fyrirtæki skuli ekki eiga sjer opt-
ar stað; því svo lítur að minnsta kostiút, sem þau ættu
að borga sig vel, efjiaganlega væri að farið.
Yíir höfuð liggur það í augum uppi, að svo fram-
arlega sem lag kemst á verzlunina hjá okkur, þá hlýtur
þilskipum þeim að fjölga, sem íslendingar eiga ráð á,
og það væri ekki úr vegi, að búa sig undir lagfærsluna
1) Fra alle Lande. lvmli. 1865, bla. 374.