Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 68
28
með því, að auka bæði slcipastól í landinu, og fjölga
þeim, sem kunna að fara með skip; en annars skapa
sjómennirnir og skipin hvort annað.
J>að hlýtur annars að reka að því, að verzlunin lag-
ist, ef ísland á ekki að komast alveg í örverpi, ef íslend-
ingar vilja láta telja sig með siðuðum þjóðura. fað er
ómögulegt, að landið þoli það til lengdar, að við sjeum
flestir bundnir í báða fætur, bundnir með skuldum við
verzlanirnar, bundnir með böndum þeim, sem skuldir
okkar leggja á kaupmennina, og svo ýmsu öðru ólagi,
þrælar í verzlunarefnum í einu orði. Er nokkur mynd
á því, að svo að segja öll verzlunin bjá okkur skuli vera
brallverzlun, þar sem bara vara kemur á móti vöru P1
Er nokkur mynd á því, að sá, sem leggur meira inn
hjá kaupmanni en hann þarf að taka út fyrir, skuli ekki
geta fengið peninga fyrir afganginn? o. s. frv.
Grænlendingar geta baslast af með slíkt fyrirkomu-
lag; en engin siðuð þjóð, ekki við íslendingar.
Nei, þetta þarf að lagast, og hlýtur að lagast, og
er líka að lagast; eða að minnsta kosti virðast verzlun-
arsamtök |>ingeyinga og Eyfirðinga vera hin eina al-
mennilega tilraun, sem gerð hefir verið til að laga verzl-
unina á íslandi, og í annan stað ber öllum saman um,
sem til þekkja, að nú sje slík ólga og umbrot í verzl-
unarmálum, að minnsta kosti um Norðurland og Aust-
urland, að gamla fyrirkomulagið geti ekki haldizt þar
lengi.
En nú getur engin veruleg verzlun á íslandi átt
sjer stað skipalaust, svo þegar lag kemst á verzlunina,
þarf að halda á skipum, annaðhvort innlendum eða út-
lendum. Mig vantar alveg þekkingu til að dæma um,
hvort hollara væri; en flestum óverzlunarfróðum mönn-
1) Reyndar eru peningar líka vara; en svo er þó ekki al-
mennt talið á íslandi.