Andvari - 01.01.1886, Side 69
29
um mun virðast heppilegra, að hafa við íslenzk skip,
þilskip náttúrlega, ef þess væri kostur.
III.
Jeg hef áður í þessari ritgjörð sett afla þilskipa við
ísland 13,000 kr., og er nú eptir að færa sönnur á það.
J>að eru einkanlega tvenns konar veiðar, sem hafa
verið stundaðar við ísland af þilskipum: þorskveiðar og
hákarlaveiðar. En nú eru þriðju veiðarnar að byrja,
nefnilega heilagfiskisveiðarnar, og lítur út fyrir, að þær
eigi mikla framtíð fyrir höndum. Nú skal jeg sýna
fram á árangurinn af öllum þessum veiðitegundum, eptir
því sem næst verður komizt. Jeg styð mig mest við
útlendar skýrslur, að því er snertir þorskveiðar af þil-
skipum; því það er hvorttveggja, að það eru útlend-
ingar, sem hafa stundað þær mest; og í annan stað
vantar greinilegar skýrslur um afla íslenzku þilskipanna.
Jeg leyfi mjer annars að nota tækifærið til að benda
á það, hve íslendingar stauda langt á baki annara þjóða
með skýrslur um alla skapaða hluti, eða því sem næst,
og þó er það nauðsynjamál fyrir hverja þjóð, að hafa
sem Ijósast yfirlityfir alla atvinnuvegi sína, og alla hagi
sína yfir höfuð; en það yfirlit er ómögulegt að fá, nema
skýrslur sjeu til um sem flest einstök atriði af vinnu-
háttum og lífsháttum þjóðarinnar. I3etta skýrsluleysi er
ómetanlegt tjón fyrir allt landið, og þó er eins og þjóð-
in láti sjer það liggja í Ijettu rúmi. Yfirvöldin heimta
allt of fáar skýrslur, og gera sjer þar að auki sumir
lítið far um að gera þessar fáu almennilega úr garði.
Eyðurnar í svo mörgum skýrslum í nSkýrslum um lands-
hagi» eru þegjandi vottur um það. Alþýðan nennir
aptur annaðhvort ekki að semja skýrslur, eða kann ekki
að meta, hve þær eru áríðandi, falsar meir að segja
sumstaðar búnaðarskýrslurnar með tíundarsvikum. Það
er jafnvel óhætt að segja, að margir íslendingar hafi
skömm á öllum landshagsskýrslum.