Andvari - 01.01.1886, Side 71
31
slíkar skýrslu1, en ósk þeirra hefir ekki verið uppfyllt
nema með höppum og glöppum. Og þó gæti ekkert
skýrt eins allt, sem stendur í sambandi við íslenzkar
fiskiveiðar, einsog slíkar skýrslurfrá sjómönnum, bæði af
þilskipum og bátum og útvegsbændum; en þær yrðu að
ná yfir allt land, og allt að 10 árum eða lengur, áður
en hægt væri að hafa verulegt gagn af þeim.
Reyndar myndast flest blöðin við að skýra frá afl-
anum árlega; en þau skýra svo ógreinilega frá honum,
að lítið er á að græða. ■> Fiskileysi •>, »allgott fiskiár»,
»gott fiskiár» o. s. frv. er ekki á marga fiska. |>að er
eins og ef einhver prestur setti í fólkstalsskýrslu sína,
að börn fæddust svona af og til í sókn sinni. Ætli það
þætti ekki fróðlegt?
Nei, það þarf tölu bæði á hlutarhæðunum og barna-
fæðingunum; nákvæma tölu meira að segja.
Frakkar hafa stundað þorskveiðar af þilskipum við
Island mest og jafnast allra útlendinga. Jeg tala ekki
um íslendinga sjálfa. Áuk þess eru til greinilegastar
skýrslur um veiðar þeirra langa lengi. Skýrslur þessar
koma árlega út í frönsku tímariti, sem heitir „Revue
m.aritime et coloniale“, og set jeg hjer útdrátt úr þeira,
svo að hver geti áttað sig á þeim, sem vill. Það oru,
hvort sem er, engar samstæðar skýrslur til um fiski-
veiðar Frakka á íslandi. fað sjest ekki fyr en eptir
1867, hve mikils virði aflinn var við ísland, og fyrst
eptir 1873, hve hann var þungur; en eptir það munar
hvorki um eyri nje pund.
Þó gömlu skýrslurnar sjeu ekki mjög. nákvæmar,
set jeg hjer útdrátt úr þeim samt, svo að hægt sje að
glöggva sig á því, hvílík ógrynni af frönskum skipum
hafa verið við ísland um langan aldur.
1) Sbr. Norðanfara IV. 19.