Andvari - 01.01.1886, Page 75
35
jeg að þeirri niðurstöðu, að bátarnir öfluðu að tiltölu
minna en þilskip, sem íengi 13,000 kr. virði árlega. I3á
bljóta þeir náttúrlega að afla enn þá minna að tiltölu,
þegar þilskipaaflinn er 15—19,000 kr. virði að jafnaði.
fað verður heldur enginn óyggjandi samanburður gerð-
ur vegna skilríkjaleysis.
Aptur leyfi jeg mjer að benda á hákallsaflann á
þilskipum okkar gagnvart afla frönsku skipanna. það er
ekki gott að vita, hve mikils virði meðalbákallsafli er
á Islandi, en bann erhreint frá meira en 7,500kr. virði,
eða 150 lýsistunnur á skip, eptir vertíðina. Hann er þá
meir en helmingi minni en meðalafli Frakka. Annars
geymi jeg hákallaveiðarnar þangað til seinna.
Margt má draga fleira út úr skýrslunni um þorsk-
veiðar Frakka, t. d. meðalstærð skipanna, meðalaflann
á hvern mann, meðalverð aflans fyrir öll árin, bæði í
Frakklandi og áíslandi o. s. frv.; en jeg sloppi því hjer.
IJað gelur hvort sem er hver sem vjll; því það þarf ekki
annað til þess, en að kunna allra-auðveldasta og ei.nfald-
asta reikning.
— fá skal jeg fara nokkrum orðum um þorskveiðar
Færeyinga við ífland, enda vill svo vel til, að jeg get
sýnt fram á þær með skýr.-dum, þó |>ær sjeu ekki svo
fullkomnar sem skyldi. Færeyingar virðast ekki gera
sjer far um að semja greinilegar skýtslur um atvinnu-
vegi sina, heldur en við í&lendingar. Margt er líkt með
skyldum.
3*