Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 79
39
t. d. tvö norsk skip til fiskiveiða út af Eyjafirði. Þau
öfluðu 64,000 þorska. Af þeim voru 2,000 flutt lifandi
til Grimsby á Englandi, og seld þar fyrir 6,580 kr., eða
hver fiskur á 3.29 kr.1
Um þorskveiðar Dana við ísland mætti sjálfsagt
smala einhverju saman; en þess gerist ekki þörf. Jeg
ætlaði að eins að sanna, að jeg hefði fulla heimild til að
setja þilskipsafla við ísland 13,000 kr.,og það þykist jeg
hafa gert og meira til, að því er snertir þorskveiðarnar.
Keyndar afla íslenzku þilskipin víst ekki 13,000 kr.
virði að jafnaði. |>að er bágt að átta sig á því. Skýrsl-
ur vantar. fað er heldur ekki við því að búast; því
aflinn er nokkuð kominn undir vana og lagi, eins og
áður er drepið á, en þau hafa að minnsta kosti flest
verið örfá ár við þorskveiðar. ]?<5 afla þau furðanlega
vel, og jeg læt mjer nægja, að skírskota til sunnan-
anblaðanna að því, er aflaupphæðina snertir2.
En hvað sem afla íslenzku þilskipanna líður oghefir
liðið, þá er óskiljanlegt, að þau skuli ekki geta aflað
eins mikið og skip útlendinga. Fiskimiðin eru þau
sömu, og þá ætti að vera innanhandar að sækja veið-
arnar með sama dugnaði og eins góðum veiðarfærum.
Munurinn á skipastærðinni gerir ekki svo mikið til. Það
er hægra fyrir okkur að skreppa með aflann til lands,
en fyrir Frakka að fara til Frakklands, ef þess þarf
fyrir hleðslu sakir.
J>á koma hákallaveiðarnar til greina.
Allt til þessa hafa íslenzk þilskip stundað hákalla-
veiðar miklu meir en þorskveiðar, en útlendar þjóðir
miklu minna, nema Danir svolítið. Eorðmenn ætluðu
1) Fiskeritidende 1885, bls. 37.
2) T. d. ísafold XII 17es, 18e9, 1973, 2077 og Suðri III 1144,
Einkum visa jeg þó í ísaf. XII 3n. jpar segir ritstj., að 2
skip Geirs Zoega hafi aflað einmitt 26,000 kr. virði sumarið
1884; „og þó þótti þetta ekki neitt sjerlegt fiskiár11, bætir
höf. við.