Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 80
40
líka fyrir 20—30 árum að fara að veiða hákall fyrir
Austurlandi, en þótti það ekki borga sig, og hættu1.
Þaö eru Isfirðingar, en einkum og sjer í lagi Ey-
firðingar og Siglfirðingar, sem liafa rekið þessar veiðar
með miklum dugnaði. Það vill svo vel til, að skýrslur
eru til í norðanblöðunura um hákarisafla Eyfirðinga og
Siglfirðinga fyrir mörg árin að minnsta kosti frá 1862,
þegar Norðanfari byrjar; þó þær vanti sum árin, má sjá
á blöðunum, hvernig þeim liafi reitt af flest árin. Það
er þó dálítið betra en ekkert.
Jeg sje ekki betra ráð til að gefa yfirlit yfir há-
kallaveiðar okkar Islendinga, en að draga þessar skýrsl-
ur saman í eina. Jegheld skipanöfnunurn í sama skyni
og við skýrsluna um þorskveiðar Færeyinga. Annars
er það aðgætandi við töfluna, að sum skipin hafa lagt
upp nokkuð af aflanum, optast þó lítið, fyrir vestan.
Sum hafa aptur reynt við þorsk nokkurn tíma, þó það
hafi aldrei heppnazt vel, en hvorugt er tekið fram í
skýrslunum að jafnaði, svo það sjest ekki á töflu minni.
Pað gefur að skilja, að skráin nær að eins yfir afia þann,
sem skipin hafa fengið, en ekki þann, sem þau hefðu
getað fengið, ef þau hefðu haldið út til þrautar, en ann-
ars hafa flest skipin haldið út stöðugt, að minnsta kosti
í seinni tíð. Taflan ber það með sjer, að skip Sigl-
firðinga eru ekki talin með seinni árin; vantar því miður
skýrslur um afla þeirra. Vera má, að svo sem eitt eða
tvö skip vanti, því stundum er ekki tekið fram, hvað af
skipunum hafi verið þilskip og hvað »opin skip». I
annan stað má vera, að »Víkingarnir» hafi blandazt eitt-
hvað svolítið saman hjá mjer, því á tímabili því, sem
taflan nær yfir, hafa verið að minnsta kosti 8 »Víkingar»
nyrðra, sumir þilskip, en sumir »opin skip». Aflinn er
talinn í töflunni að eins í heilum tunnum iýsis.
1) Tidskr, for Fiskcri, Kmh. 1885, bls. 811,