Andvari - 01.01.1886, Side 82
42
Þau árin, sem í tðfluna vantar, er aflinn eigi til
greindur fyrir hvert skip, heldur að eins skýrt lauslega
frá aðalupphæðinni stundum, en stundum ekki svo mik-
ið,—eins og hjer segir:
1862. Lítill afli fremur; 1763 tunnur lagðar upp
á Akureyri af 30 skipum, en sum voru »opin skip».
1863. Lítill afli. Hæstur afli 10V2 tunna í hlut;
þá 7 tunnur; hinir allir miklu minna.
1867. Meðalafli. »Úlfur» mest: 10 tunnur í hlut.
1868. Afli með betra móti, mestur á »Sjófuglinum»
og »Úlfi», 8—9 tunnur í hlut.
1869. Mjög lítill afli.
1872. Úetta ár er ekkert að græða á Norðanfara.
1874. Mjög lítill afli.
1875. Afli með betra móti.
1877. Meðalafli.
1878. Mjög lítill afli.
1879. Meðalafli; 13—14 tunnur í hlut á einstaka
skip.
1882. Rýr afli.
Jeg sje ekki, að neitt gagn sje að því, að leggja
saman aflann árlega; því það er hvort sem er ómögu-
legt að komast að því með fullri vissu, hvað skipin
hafa aflað að meðaltali árlega, eptir því sem áður er
sagt.
Skrítið er það, hvað aflinn er miklu jafnari og
meiri seinni árin en fyrri árin. 1883 er hann liðugar
200 tunnur að meðaltali, en ekki 100 tunnur 1864.
Eins mikill munur er að sínu leyti á næst fyrstu árun-
um, og næst seinustu árunum. Vera má, að meira sje
um hákall nú en fyrir 20 árum, þó ólíklegt sje; svo næst
liggur að þakka aflamuninn betri útbúnaði, vana og
stöðugra úlhaldi.
pað er almennt •talinn mjög góður hákallsafli, þeg-
ar 200 lýsistunnur fást á skip eða liðugar 10 tunnur í
hlut, og verður það 10,000 kr. virði, þegar tunnan er