Andvari - 01.01.1886, Side 83
43
reiknuð á 50 kr., en það hefir hjer um bil verið meðal-
verðið í Ejjafjarðarsýslu 1862—83. ]>að er að vísu
mikið fje; en þó virðist reynslan sýna, að þorskveiðarn-
ar borgi sig miklu betur að jafnaði. fað þarf ekki
annað en bera 1/sisskýrsluna saman við skýrsluna um
aíia Frakka eða Færeyinga. Fyrst og fremst hafa Fær-
eyingar afiað iniklu jafnara. í annan stað hafa þeir
aflað meira að jafnaði, eins og sjest bezt, þegar þorsk-
tölu þeirra er breytt í saltfisksskippund; og í þriðja lagi
hafa þeir verið miklum mun skemur við vciðarnar en
hákallamennirnir eru nú orðið.
Hæsti afli á hákallaskip Eyfirðinga er 451 x/5 lýsis-
tunnu; gerum það 22,560 kr. viröi. Hæsti afli Færey-
inga er 750 skpd; setjum skpd. á 45 kr., því sumt hefir
víst verið undirmálsfiskur. Hann verður þá 33,750 kr.
virði. Munurinn er því 11,190 kr., og samsvarar það
mjög góðum hákallsafla heila vertíð. Aptur er lægsti
afli Eæreyinga miklum mun meira virði en lægsti afli
hákallamannanna. Töflurnar bera það með sjer, að Fær-
eyingar hafa mjög sjaldan fengið minna en 20,000
þorska, sem jafngildir þó að minnsta kosti 120 lýsis-
tunnum, þar sem hákallamennirnir hafa hvað eptir ann-
að fengið langt fyrir neðan 100 tunnur, meir að segja
margopt minna en 50 tunnur.
Þessi samanburður ætti að benda íslendingum á,
að öll líkindi eru til, að þorskveiðarnar borgi sig betur
en hákallaveiðarnar. Það virðist því vera sjálfsagt að
stunda þær meira en gert hefir verið, jafnvel þó svo
lítið drægi úr hákallaveiðunum. Hákallinn er hvort
sem er ekki veiddur til annars en að græða fje. ISIú
sýnir reynslan, að annar gróðavegur er vissari. Er þá
efamál að fara hann? Yið segðum víst, að vinnu-
maður sá stigi ekki í vitið, sem vildi lieldur vera
í vist, þar sem hann fengi 50 kr. í kaup, en þar
sem hann fengi 100 kr. að öllu jöfiiu. Eins er um
þetta.