Andvari - 01.01.1886, Síða 84
44
Einhver kann að segja, að hákallsaflinn sje þá ekki
13,000 kr. virði árlega, á skip, eins og jeg hafði sett
þilskipaaflann hjer að fraraan. Það er satt. En jeg
átti einkum og sjer í lagi við þorskaflann, og þykist
jeg hafa sýnt fram á, að hann er það fullkomlega.
Annars efast jeg ekki um, að ef meðalverðið af afla
Flandra, Færeyinga og svo hákallsafla Eyfirðinga væri
tekið, þá mundi það vera talsvert hærra. Jeg sje ekki
þörf á að gera það; en hver sem vill, getur dregið það
út úr töflunum, svo ekki muni miklu.
—J>á er að minnast á heilagfiskisveiðarnar. pær eru
svo að segja nýjar af nálinni, en eiga eflaust mjög
mikla framtíð fyrir sjer, eptir því sem þær hafa heppn-
azt. Enn sem komið er stunda ekki aðrir þær en Vest-
urheimsmenn.
Eptir því sem Árni Thorsteinson landfógeti segir1,
komu Vesturheimsmenn fyrst til íslands í því skyni
1873. 1883 voru 3 skip á flyðruveiðum við ísland, og
1884 3 eða fleiri. Þau voru við veiðarnar bara 2 mán-
uði um hásumarið. Ekki hef jeg sjeð greinilegar skýrsl-
ur um árangurinn af þessum veiðum; en eptir því sem
næst verður komizt, hafa þær gefizt mjög vel, betur en
allar aðrar veiðar við Island. Gram kaupmaður áDýra-
firði hafði tal af skipstjóranum af einu þeirra sumarið
1884, og hafði hann þá fengizt við fiyðrurnar hjer um
bil mánaðartíma. Hann var þegar búinn að salta nið-
ur 140,000 pund, og voru það 2/3 af því, sem skipið
gat borið. Skipstjórinn sagði Gram kaupmanni, að
hvert pund væri selt á 7% »cent», þegar kæmi til
Vesturheims2. Nú jafngildir sentið hjer um bil 3%
eyri, og eptir því kostar pundið í Vesturheimi kring
um 25 aura, eða þessi 140,000 pund 35,000 kr. fað
er laglegur mánaðarafli.
1) Fróði 156.
2) Fiskeritidende 1885, bls. 21.