Andvari - 01.01.1886, Side 85
45
Veiðarfærin hljóta að vera ódýr; því allt er veitt á
lóðir, svo kostnaðurinn er mest fólginn í vegalengd-
inni. Nú er saltað heilagfiski hvergi útgengileg vara,
eptir því sem jeg kemst næst, nema í Vesturheimi, svo
þangað verður að flytja það til að fá verð það, sem um
er getið. |>að væri að vísu dýrt; en ekki skil jeg í
öðru, en það væri vinnandi vegur, ef maður aflaði að
jafnaði 35,000 kr. virði á mánuði, þó það væri ekki nema
þrjá sumarmánuðina.
Árni Thorsteinson hefir drepið á, að heppilegt
mundi vera fyrir Islendinga, að veiða heilagfiski um
hásumarið, en þorsk eða hákall á undan og eptir. pað
virðist líka vera snjallræði. En jeg hugsa ekki svo
hátt fyrir okkur íslendinga í bráð. Porskveiðarnar eru
það, sem næst liggur að kippa í liðinn, og það verður
ekki gert, nema að þilskipum sje fjölgað í landinu. Það
er reyndar ekki hið eina nauðsynlega; en það er nauð-
synlegra en flest annað.
IV.
Frakkneska stjórnin veitir hverjum háseta á
Flandraskipunum verðlaun áður en þeir leggja af stað
til Islands. fau voru 50 frankar (36,60 kr.) 1851 \ en
hafa eflaust hækkað síðana. Auk þess hliðrar hún
stórkostlega til við útgerðarmenn skipanna. Feir þurfa
t. d. engan innflutningstoll að gjalda af íiski þeim,
sem veiðist við Island, en annars er hann mjög hár.
Stjórnin í Belgíu veitir þeim þegnum sínum, sem
1) Tidskr. for Sövæsen 186B, bls. 321.
2) Svo segir í ísafold VIII 2497) að frakkneska stjórnin
Veiti fiskimönnum sínum 10—11 kr. fyrir hver 200 pund af
saltfiski, sem þeir veiði við ísland, flytji til Frakklands, verki
t>ar og flytji svo út. (retur verið, að verðlaun þau, sem
Schultz getur um, sjeu lögð niður, en þessi þóknuu komin í
staðinn.